Búfræðingurinn - 01.10.1951, Qupperneq 17
15ÚFRÆÐINGURINN
15
ustu viðfangsefnin voru til meðferðar. Þau túlkaðir þú og end-
urtókst, unz allir skildu og vissu, hvað um var að ræða. Það, sem
máli skipti, var endurtekið dag eftir dag, svo að sumum þótti
nóg um, en þannig starfar hinn góði kennari. Við minnumst
þess, að ljúft liðu stundirnar, svo að oft voru þær horfnar áður
en varði, og þegar bjallan gall að kennslustund liðinni, fannst
okkur stundum, að hún væri aðeins fáar mínútur. Þetta gilti
sérstaklega, þegar liin bóklegu fræði voru tengd við dægurmál-
in — þegar þurr fræði Voru holdi klædd og gerð að hversdags-
legurn atburðum. Skipti það engu, hvort um var að ræða félags-
mál, framfaramál, stjórnmál eða svo lítilfjörlegt atriði sem að
,,munstra“ hest. Alls staðar var leið inn á vettvang dagsins — í
síðastnefnda atriðinu varð umræðuefnið: hvort hlutaðeigandi
hestur mundi hæfastur til reiðar, áburðar eða aksturs, eða þá
til alls óhæfur.
Frá stjórn og settum reglum mætti margs minnast. Lög voru
þá, að á ákveðnum tíma skyldu öll ljós slökkt. Bar það við
stöku sinnum, að ljós týrði á Hornströnd, Valhöll eða Sólheim-
um ögn lengur en lög mæltu fyrir; þá skeði það jafnan, að úti
heyrðist rödd hrópa, að enn brynni ljós og var um leið tilkynnt,
hve framorðið væri. Á fátt eitt er fært að minnast hér, en fleira
er og verður munað.
En ég get ekki látið hjá líða að geta þess, að það mundi rang-
hermi frá minni hálfu, ef ég segði, að einhver úr hópi okkar 18
bæri kalt þel til þín, Páll, vegna nokkurs atviks frá samveru
okkar hér. Illutur þinn — og þáttur heimilis ykkar hjóna, —
var sá, að hann er bjartur og hreinn á landi minninga okkar.
Hérvistin þá er sólskinsblettur á landi minninganna, og því
erum við nú hingað komnir, eftir 25 ára fjarvistir, að við ósk-
uðum að líta í annað sinn, og í sönnu sólskini og virkilegu,
jDennan blett og þá auðvitað í návist ykkar.
Fyrir sjálfan mig verð ég að segja, að ég hef setið á bekkjum
margra skóla og notið leiðsagnar a. m. k. 50—60 kennara, en
einskis kennara, sem ég tel þér fremri.
Það veganesti, sem við öðluðumst hér undir handleiðslu
þinni, hefur verið okkur mikils virði. Hamingjuóskir okkar
fylgja þér í starfi þínu og heimili ykkar, með þakklæti fyrir allt.