Búfræðingurinn - 01.10.1951, Blaðsíða 58
56
li ú FRÆfilNGURlNN
símakostnaður í þarfir búsins, rafmagn vegna atvinnureksturs-
ins o. m. fl., og ennfremur betri upplýsingar um vinnuþörf
vísitölubúsins. Bændur þurfa að vanda betur til allra skýrslna,
sent þeir láta frá sér fara. Nú verður gerð tilraun til þess frá
stjórn Stéttarsambandsins, að fá betri upplýsingar um búrekst-
urinn en áður hefur verið völ á. Hafa nú verið send út bréf t.il
um það bil 650 bænda og þeir beðnir um ýmsar upplýsingar,
varðandi þetta efni. Er þetta rúmlega 10% bænda. Vænti ég
að bændur bregðist nú vel við þessu og skilji nauðsynina á Jrví
að hafa haldgóð gögn í höndum fyrir þá, sem eiga að semja um
verð á afurðum jieirra.
Búreikningar hafa verið færðir af nokkrum bændum í 17 ár,
undir leiðsögn búreikningaskrifstofu ríkisins. Það er ekkert
efamál, að vel færðir búreikningar, yfir nægilega mörg og fjöl-
breytt bú, er bezta sönnunargagn til Jress að byggja verðkröfur
á. Enda hefur verið stuðzt við Jtá eftir föngum, þegar samið
liefur verið um verð á landbúnaðarvörum. Þó var jiað svo, að
sexmannanefndin 1943 hefur ekki, að Jtví er séð verður, byggt
vinnumagn meðalbúsins, nema að nokkru leyti, á búreikning-
um. Lét hún sal'na skýrslum í allmörgum hreppum um að-
keypta vinnu. Það hefur verið fundið að búreikningunum, að
Jreir væru nokkuð gamlir, þegar þeir kæmu út. Þeir búreikn-
ingar, sem liafðir voru til hliðsjónar 1949, voru frá 1946.
Bændur liafa verið tregir til Jiess að færa búreikninga, líka
vantað menn til leiðbeininga og ríkið verið fastheldið á fé til
þessarar starfsemi og það svo, að það hefur staðið mjög fyrir
um útbreiðslu búreikninga, Jirátt fyrir mikinn dugnað og
áhuga forstöðumanna búreikningaskrifstofunnar.
Gildandi verðlagsák væði eru á þessa leið: Nefnd, skipuð eins
og að framan segir, á að finna reksturskostnað þess bús, sem
lagt er til grundvallar (vísitölubúsins) og ákveða afurðamagn
Jiess. Hins vegar á Framleiðsluráð að verðleggja, ákveða, sam-
kvæmt verðlagsgrundvellinum, hvað eigi að koma í hlut bónd-
ans og svo að ákveða dreifingarkostnaðinn, þ. e. verð hinna
einstöku vörutegunda í heildsölu og smásölu. Framleiðsluráðið
skipa 9 menn, 5 kjörnir á fulltrúafundi Stéttarsambands
bænda og 4 menn tilnefndir af eftirtöldum samvinnufélögum: