Búfræðingurinn - 01.10.1951, Side 61
15 Ú F K Æ fi 1 N G U R I N N
59
Við fræsöfnun gilda þær reglur, að velja aðeins fræ af beztu
°g formfegurstu einstaklingunum.
Tré, sem við úrskurðum liæft til fræsöfnunar veljum við
jafnframt sem foreldra nýrra kynslóða og gildir þar sama arf-
gengislögmálið varðandi trén í skóginum og búpeninginn okk-
ar. Það er því ekki svo lítilsvert atriði í allri skógrækt að vanda
sem bezt við fræsöfnunina. Fyrst og fremst ber að gæta þess,
að trén séu heilbrigð, formfögur og hafi vaxið ört.
í Norður-Noregi þykir naumast gjörlegt að safna fræi af
trjám yngri en 50 ára, jafnvel þótt þau beri þroskaða köngla.
Spírunarhæfni fræsins er venjulega þeim mun meiri, sem tréð
er eldra, og það allt upp í 180 ára, í Norður-Noregi. En í sunn-
anverðum Noregi, þar sem vöxturinn er örari, er aldurstak-
'narkið frá 35—100 ára.
Þá er næst að gæta þess, að frækönglarnir séu fullþroskaðir.
Það er alment talið, að stærstu könglarnir beri mest og bezt
fræ, en litlir könglar hafi lítið eða ekkert af frjóbæru fræi, enda
opnast þeir ekki við þreskingu, ef þeir eru mjög litlir.
Við fræsöfnun er um tvær aðferðir að ræða; önnur er sú, að
fylgja eftir skógarhöggsmönnum og tína könglana, þegar búið
er að fella trén; hin er að klifra í trén og safna könglunum í
poka.
í eitt kg. af hreinsuðu fræi þarf venjulega 3—4 hl. af köngl-
um, en í einu kg. af fræi geta verið yfir 200.000 frækorn.
Naumast þykir fiæ nothæft, ef spírunarhæfni þess er neðan
við 50%. En í venjulegu, hreinsuðu fræi er hún 70—95%. í
góðu birkifræi er spíruprósentan 80. En eitt kg. inniheldur
1—1,5 millj. frækorna.
Þresking. Þegar fræsöfnuninni er lokið, er næst að þreskja
fræið. Norðmenn liafa víða þreskistöðvar í sambandi við upp-
eldisstöðvarnar. Þreskingin fer þannig fram, að könglarnir eru
bitaðir í 50 stiga heitu lofti þar til þeir opnast og fræið fellur
úr þeim. Síðan er fræið hreinsað í þar til gerðum vélum, unz
ekki er annað eftir en sjálf frækornin. Að lokum er fræið að-
skilið eftir þyngd og er þyngsta fræið talið bezt.
Fne buið undir sáningu. í norðlægum löndum, þar sem
vaxtartíminn er stuttur, er það mjög tilfinnanlegt, livað það