Búfræðingurinn - 01.10.1951, Qupperneq 66
64
BÚFRÆÐINGURINN
í sendinni jörð, þar sem vatn hleypur fljótt niður, iná byrja
fyrr gróðursetningu en í leirjörð, sem heldur lengi í sér vatni.
Hér norðanlands mun sjaldan vera svo mikið vatn í jörðu
að vorinu, að ekki megi hefja gróðursetningu um það bil er
klaka leysir úr jörðu.
Aðalútplöntunartíminn í Norður-Noregi er vorið, þó er þar
alltaf plantað nokkru að haustinu. Einkum eru jrað tegundir,
sem springa snemma út, svo sem birki, lerki o. fl.
Vorplöntunin hefur það fram yfir haustplöntunina, að plant-
an hefur þá skotið nýjum rótum fyrir veturinn og hefur þar af
leiðandi meiri viðnámsþrótt. Og með tilliti til veðráttufars og
holklakahættu liér á landi virðist haustplöntun í mörgum til-
fellum varhugaverð.
Við gróðursetningu í útjörð hafa Norðmenn margar aðferð-
ir, og ætla ég að leitast við að lýsa nokkrum þeirra. Einkum
þeim er líklegt þætti að henta myndu hér á landi.
Gróðurselt. með plöntubor. Ekki er mér kunnugt um að þessi
aðferð hafi verið reynd hér á landi, þó má vel vera að svo sé,
þótt ég hafi ekki orðið þess var.
Plöntuborinn er hólkmyndaður bor, með stuttu skafti, hand-
fangi og fótstigi. Hann er notaður bæði við upptöku og gróður-
setningu plöntunnar.
Bornum er þrýst niður í moldina umhverfis plöntuna, þann-
ig, að plantan lendi innan í hólknum ásamt sívölum hnaus, er
fylgir henni. Því næst er hnausinn dreginn upp og losaður úr
hólknum.
Þegar nú plantan er gróðursett, er holan gerð með plöntu-
bornum á sama liátt og áður er lýst. Og linausnum með plönt-
unni stungið niður í lioluna, sem liann fellur út í. Ef plantað
er í jmrrt land, er liolan höfð J:>að djúp, að yfirborð hnaussins
sé jafn hátt jarðveginum í kring. En sé um raklendi að ræða, er
hnausinn látinn standa lítið eitt upp úr jarðveginum. Við
gróðursetningu smáplantna er þessi aðferð án efa mjög heppi-
leg, einkum vegna þess, að á þennan hátt losnar engin mold
frá rótum plöntunnar, og hún flytur með sér til síns nýja
heimkynnis nokkurn forða af þeim næringarefnum, sem hún
hefur átt við að búa.