Búfræðingurinn - 01.10.1951, Blaðsíða 100
98
BOFRÆÐINGURINN
skýrslur frá aHmörgum nýbyggjenda, en líkur eru til, að þeir
hafi lagt meiri áherzlu á byggingarnar, svo að ræktunarfram-
kvæmdir liafi ekki verið að ráði hjá þeim, er engar skýrslur
hafa sent. Ekki liggja fyrir upplýsingar um meðtalsræktunar-
kostnað í heild, en eftir þeim upplýsingum, sem til eru og hægt
er að byggja á, hefur hann orðið 4148 krónur, þegar með er
talinn framræslu- og girðingarkostnaður.
Nýbýlastjórn hefur fengið umráð yfir landi til stofnunar 4
byggðahverfa. Þar hafa verið ræstir fram með opnum skurðum
rúmir 600 ha., lokræstir rúmir 100 ha. og land brotið undir
sáningu 60 ha., undirbyggðir ræktunarvegir 5.5 km. að lengd.
Aðstaða er til stofnunar 26 býla á þessum fjórum stöðum.
Það er eðlilegt, að ýmsir vildu fá upplýsingar um hvað kosti
að stofna til búrekstrar og bygginga og ræktunar á nýbýlum í
sveit, en þess er ekki kostur að svo stöddu að gefa heildaryfir-
lit um það. Framkvæmdakostnaður hefur farið hækkandi þessi
þrjú ár, en getið skal þó dæma frá tveimur býlum, er telja. má
annað fullbyggt, en liitt alllangt komið með byggingar.
Byrjað er á ræktun á öðru þeirra á árunum fyrir 1946. Bygg-
ingar gerðar 1946—1948. Ræktað hefur verið 8.4245 ha., brotið
land auk þess 1.8600 ha. Þessi ræktun liefur kostað nýbyggjanda
54.178.00 krónur. íbúðarhús er vandað steinhús á einni hæð.
Peningshús steypt fyrir 12 gripi með votheysgryfjum, heyhlöðu,
safnþró og haughúsi. Þessar byggingar hafa kostað kr.
135.000.00, þar af efni kr. 59.120.00 og vinna kr. 75.880.00.
Önnur peningshús og verkfærageymsla hafa kostað um 25 þús-
und krónur. Býlið kostar því kr. 194.178.00 og er þó ótalið
vatnsleiðsla, vegur að býlinu og rafmagn. Býli þetta má telja
fullrekstrarhæft og getur mælzt á við hverja meðaljörð að
framleiðslugetu.
í öðrum landsfjórðungi er byrjað á byggingu býlis vorið
1947, þar er búið að fullrækta 5.0027 ha. og er það land girt
með 1178 metra girðingu, en var að nokkru leyti áður girt. Lít-
il framræsla. Byggt hefur verið steinsteypt íbúðarhús 300 m.3 á
einni hæð, þar hefur verið byggt 10 kúa fjós, steinsteypt.
Áburðarhús 79 m.3, þvaggryfja 31.5 m.3, votheyshlaða 36 m.3,
heyhlöðu vantar ennþá. Heildarkostnaður við íbúðarhús var