Búfræðingurinn - 01.10.1951, Síða 110
108
BÚFRÆÐINGURINN
undum, sterkju, lífrænum sýrum o. fl., því meira, sem önnur
efni samanstanda af sykri og sterkju, því meira er fóðurgildi
þeirra. „Önnur efni“ hafa mjög mismunandi meltingartölur.
T. d. er meltingartalan ca. 95% í rótarávöxtum og kornteg-
undum, ca. 70% í grasi, grænfóðri, þurrheyi og votheyi, þó
mismunandi eftir þroskastigi grastegundanna, og ca. 50% í
hálmi og hismi.
Tréni. Innihald af hrácellulósa á að vera sein rninnst, eða því
minna sem er af hrácellulósa í fóðrinu, því meiri er meltan-
leiki þess. Þegar tréni samanstendur af cellulósa og pektín, er
það auðmelt, en samanstandi það af legnín og ketín, er það
mjög tormelt. Tormeltast er tréefnið í hýðinu um olíufræin.
Meltingartala fyrir tréni er lág, ca. 25%, í einstökum tilfellum
niður í 15—18%. í grasi og grænf. liggur þó meltingartalan oft-
ast hærra, ca. 60—70%. Trénið hefur mikil áhrif á meltanleika
lífrænna efna í fóðrinn.Trénisinnihald í grasi stígur mikið með
vaxandi aldri grasanna, en það þýðir minnkandi fóðurgildi
þeirra. Því skal varast að slá of seint, lieldur hraða slætti eins
og unnt er, þegar grösin eru að skríða. Dragist sláttur lengi eft-
ir að grösin eru skriðin, eykst trénisinnihald þeirra rnjög og
fóðurgildi af hverri flatareiriingu minnkar. Reglan er því þessi:
Því meira trénisinnihald, því minni meltanleiki lífrænna efna
og fyrir hvert 1%, sem trénið stígur, lækkar meltingartalan
um 0,9%.
Steinefnainnihald fóðursins hefur þýðingu fyrir steinefna-
skipti líkamans. Þetta gilclir því aðeins, að um hin upprunalegu
steinefni sé að ræða en ekki óhreinindi, sem blandazt hafa í
fóðrið. Steinefnin eru ekki orkugjafi, svo að óþarft magn af
þeim rýrir gildi fóðursins. Innihaldi síldarmjöl t. d. mikið af
steinefnum getur það stafað af mikilli söltun, en við það verður
klórinnihald mjölsins mikið. Einnig getur verið, að átt hafi sér
stað rotnun lífrænna efna, sem alltaf á sér stað, ef síldin liggur
lengi í þrónum áður en hún er tekin til bræðslu, en við rotnun
lífrænu efnanna eykst steinefnainnihaldið í % vís.
Vatnsinnihaldið er tnjög breytilegt í hinunm ýmsu fóður-
tegundum. T. d. ca. 94% í mysu og niður í ca. 6% í fóðurteg-
undum úr dýraríkinu ('animaliskum fóðurteg.). Vatnsinni-