Búfræðingurinn - 01.10.1951, Side 111
BÚFRÆÐINGURINN
109
lialdið ræður fóðurgildi flestra rótarávaxta, því meira vatn, því
minna fóðurgildi. Vatnsinnihaldið hefur einnig áhrif á
geymsluþol fóðursins, og of mikið vatnsinnihald getur valdið
myglu, þránun og rotnun.
Efnagreiningin sýnir, eins og áður er sagt, aðeins efnaflokka
fóðurtegundarinnar, en notagildið ('Produktionsværdi) finnst
aðeins með tilraunum.
Nokkur atriði liafa áhrif á notagildi fóðursins. Jórtur-
dýrin liafa meiri hæfileika til þess að melta torleysar fóður-
tegundir lieldur en einmaga-dýr. Hið grófa fyllifóður hef-
ur því allmisjafnt fóðurgildi eftir því lianda hvaða dýrategund
það er notað. Þannig melta t. d. kýr gróffóður betur heldur en
svín og svín þola ekki mikið trénisinnihald í fóðri. Minni mun-
ur verður aftur á fóðurgildi auðmeltra og koncentrerede fþ. e.
fóðurtegunda, sem innihalda mikið næringarmagn í hverri
þyngdareiningu) fóðurtegunda, t. d. hafa kjarnfóðurtegund-
ir og mjólk næstum sama fóðurgildi fyrir einmagadýr og jórt-
urdýr. Ennfremur liefir fóðurmagnið, hvort fóðrið er einhliða
eða fjölbreytt, og hlutfallið á milli köfnunarefnis og köfnunar-
efnislausra sambanda í fóðurtegundinni, áhrif á notagildið.
í liagnýtri notkun verður ekki komið við að ákveða efnasam-
setningu fóðurs eða notagildi þess í hverju einstöku tilfelli. Til
þess er engin aðstaða og slíkt yrði mjög dýrt. Því hefur verið
reynt að finna og nota sérstakar einingar, sem gefa til kynna
fóðurgildi hinna mismunandi fóðurtegunda.
Elzt af jiessum einingum er heyeining Þjóðverjans Thaers
ff. 1752, d. 1828). Sem einingu setti hann 100 kg. af meðaltöðu
og miðaði gildi annarra fóðurtegunda Jrar við. Var Jjetta að
mestu leyti byggt á reynslu bænda og Thaers, og að nokkru á
tilraunum sem hann sjálfur gerði. Um miðja 19. öld leggjast
lífeðlisfræðingar og efnafræðingar á móti heyeiningunni og
Iialda Jjví fram, að fóðurgildið skuli ákveðast út frá efnagrein-
ingu og innihaldi af meltanlegum næringarefnum.
Niðurstaðan verður kolvetna fKulhydrat) einingin. Þar er
1 kg. af meltanlegum kolvetnum sett sem 1 og verðmæti melt-
anlegrar eggjahvítu og fitu reiknað út frá því. Kolvetnaeining-
in er verð- en ekki næringareining. Eggjahvítan er metin mjög