Búfræðingurinn - 01.10.1951, Blaðsíða 143
BÚFRÆÐINGURINN
141
skýrslur. En búreikningar, nægilega margir, sem gætu fylgt
tímanum, er albezta heimildin, og gefur þann grundvöll, sem
ekki er hægt að vefengja.
Bændur eru ekki nógu samgrónir sínu starfi. Þeir ræða frek-
ar um stjórnmálin, þegar þeir hittast, heldur en urn kýrnar sín-
ar eða ærnar. Þeir lesa, margir, heldur dagblöðin, heldur en
búfræðiritin. Þeir hlusta með meiri eftirtekt á stjórnmálaþras-
ið frá þinginu, heldur en bændaviku Búnaðarfélagsins. Bænd-
ur láta líka of lítið til sín heyra, um sín mál, í ritum sínum.
Hinar ágætu greinar Jóns H. Þorbergssonar eru rödd hrópand-
ans, en þær þurfa að vera fleiri. Bóndanum þarf að þykja metn-
aður í því að vera bóndi. —• Ég gat þess hér að framan, að taðan
væri of lítil. Vorharðindin 1949 sýndu okkur það mjög ljóslega.
Harðindin voru þó ekki eins og oft er getið um áður. Veturinn
var ekki harður, og ísinn ekki landfastur. En vorið var með
ódæmum liart, svo að stórtjim hlauzt af, sem sennilega verður
aldrei í tölum talið. Til þess að geta mætt þessu aftur, þarf
meiri töðu. Það er markmið, sem að verður keppt. Því jrarf að
ná, með víðtæku samstarfi, gegnmn jarðræktarsam]iykkir hér-
aðanna. Með nýjustu tækni er hægt að vinna stórvirki, og Ji>að
þarf landbúnaðurinn að gera. Hann kemst ekki af án þess. Véla-
aflið verður, á öllum sviðum sem hægt er, að komá í stað
vinnufólksins, sem fleytti stórbúunum áfram áður fyrr. Þeir
gömlu tímar koma ekki aftur. Ef bóndinn vill gera sinn at-
vinnuveg eftirsóttan, verður hann, fyrst og fremst að finna ork-
una í sjálfum sér, yndið í sínum eigin garði, og framtíðina f
skauti gróandans. Bóndi nútímans má ekki „hugsa í árum“.
Hlutverk hans er að skila því margföldu, sem hann tók við.
Framvinda tímans hefur lagt honum jrað á herðar, að leggja
gull í lófa framtíðarinnar. — Það er mikið talað um það, að
skólar nútímans auki los í unglingum sveitanna og bændur
geri of mikið að því að senda börn sín í þá á unga aldri • Ég
hygg, að jíessi kenning sé mjög vafasöm. Heimilin eru misjöfn,
uppeldið misjafnt, og eðlishneigð barnanna er það líka. Það
geta því verið og eru ýmis konar aðrar ástæður, sem valda
þessu umtalaða losi eða stefnuleysi. Um meginþátt jiess, að
fólkið fer úr sveitinni, gat ég um hér í byrjun, sem er féleysi