Frjáls verslun - 01.09.2001, Page 19
þeirri ábyrgð eingöngu til lögreglunnar vegna þess að í valda-
tíð R-listans hefur ijölgun vínveitingastaða verið um 60-70 pró-
sent og opnunartími hefur verið gefmn frjáls. Þetta hefur auð-
vitað skapað ákveðið ástand sem þarf að bregðast við og það
verður að sjálfsögðu gert. Samninganefnd lögreglunnar og
borgarinnar er að vinna tillögur sem verða skoðaðar. En mér
fmnst þessi umræða með röngum formerkjum svo að ekki sé
meira sagt,“ svarar Sólveig.
„Það er erfitt að svara þessu. Mér fannst
t.d. tilraunin til sameiningar bankanna erfitt verkefni. I
minum huga var alltaf ljóst að ekki yrði farið í sameiningu
bankanna nema það stæðist ákvæði samkeppnislaga
þannig að ekki yrði fákeppni á þessu sviði. Við fórum í
gegnum ákveðið ferli og Samkeppnisráð gaf þann forúr-
skurð að þessi sameining samræmdist ekki lögum og því
voru bankarnir ekki sameinaðir. En mér fannst einhvern
veginn ekki koma almennilega fram, sem var mikilvægt í
málinu, að aldrei stóð til að sameina bankana nema það
stæðist ákvæði samkeppnislaga og myndi ekki leiða af sér
fákeppni. Þetta fannst mér frekar leiðinleg umræða eftir á
að hyggja.
Annað, sem mér fannst heldur ekki þægilegt, var að
segja Austfirðingum frá því í mars á síðasta ári að hætt
væri við Fljótsdalsvirkjun. Á Austurlandi var mikil sam-
staða um að fara í þá virkjun og reyndar tekur önnur við,
sem er Kárahnjúkavirkjun, en engu að síður fannst mér
þetta frekar erfitt verk.“
« ífO „Umhverfismál hafa verið rnjög viðkvæm á þessu kjör-
tímabili og strax í upphafi gekk talsvert mikið á í þeirri um-
ræðu. Hún var öfgafull og mikið á tilfinninganótunum og svo
sem skiljanlegt því að Islendingar þurftu að ganga í gegnum
þessa umræðu. En mér fannst margt í þessari umræðu mjög
I
19