Frjáls verslun - 01.09.2001, Qupperneq 39
YFIRTAKAN fl KEFLAVÍKURVERKTÖKUM
milljónir. Eigið fé var því 1.424 milljónir og eiginijárhlutfall
um 72% sem er með því allra hæsta sem þekkist í atvinnulíf-
inu. Og eins og áður hefur komið fram; veðskuldir eru aðeins
11,2 milljónir! Sagt og staðið! Vaxtatekjur félagsins eru meiri
en vaxtagjöld. Hreinar íjármunatekjur fyrstu sex mánuði
þessa árs voru ríflega 10 milljónir. A þessum bæ vita menn
ekki hvað gengistap vegna erlendra skulda er. Það er eitthvað
sem þeir heyra og lesa um i ijölmiðlum að valdi taprekstri
víða annars staðar. Félagið hagnaðist um 101 milljón eftir
skatta á síðasta ári og um 120 milljónir eftir skatta fyrstu sex
mánuði þessa árs.
Bjarni lét til skarar skríða um mitt sumar Það var um mitt sum-
ar sem Bjarni lét til skarar skríða og hóf markviss kaup á bréf-
um í Keflavíkurverktökum. Frá byrjun þurfti engan speking til
að sjá hvað um var að ræða; það var aðeins eitt á döfinni, yfir-
taka á félaginu. Það kristallaðist svo á hluthafafundinum á veit-
ingastaðnum Ránni í Keflavík 5. október sl. að hann var búinn
að ná meirihluta í félaginu, kominn með hlut upp á 50,3%. A
þessum hluthafafundi áttu flestir von á löngum fundi og reikn-
að var með að styðjast þyrfti við margfeldiskosningu við stjórn-
arkjör. Loft var vissulega lævi blandið á fundinum, en hann
varð stuttur og engin átök urðu um stjórnarkjörið. Þeir sem
buðu sig fram til stjórnar voru sjálfkjörnir. Bjarni fékk eðlilega
meirihluta í stjórn, þijá menn á móti tveimur minnihlutans.
Hann var síðan kjörinn stjórnarformaður félagsins. Fulltrúar
hans tveir, sem kjörnir voru í stjórnina, voru þeir Sigurmar K.
Albertsson lögmaður og Kristinn Bjarnason lögmaður. Af
hálfu minnihlutans voru Guðrún S. Jakobsdóttir, fráfarandi
stjórnarformaður, og Birgir Guðnason málarameistari kjörin í
stjórn. Þau Guðrún og Birgir munu síðan missa sæti sín í
stjórninni á hluthafafundinum 9. nóvember. Langlíklegast er
að Páll Olafsson, faðir Bjarna, og Stefán Hilmarsson, mágur
hans, taki sæti þeirra. Þess má geta að Guðrún er dóttir Jakobs
Arnasonar sem var stærsti einstaki hluthafinn í fyrirtækinu
áður en Bjarni kom að því, með rúm 11% hlut. Núna á Jakob
Arnason um 9,3% og börn hans fimm um 1,1%. Birgir Guðna-
son málarameistari á 0,14%. Vitað er að Jakob vildi selja ef feng-
ist hefði hærra verð fyrir bréfin.
„Þeír hreinlega djöfluðust í okhur“ Afar lítil viðskipti voru
með bréf í Keflavíkurverktökum eftir að þeir voru skráðir á til-
boðsmarkað Verðbréfaþings 15. maí sl. Einhver viðskipti voru
á genginu 3,20. En síðan gerðist það snemma sumars að Sig-
urður Guðni Jónsson, fyrrverandi apótekari í Austurbæjarapó-
teki, keypti frekar óvænt 8,1% hlut Braga Pálssonar, stjórnar-
formanns Keflavíkurverktaka. En Sigurður Guðni átti áður
hlut í Lytjaverslun Islands sem hann hafði selt. Það var félag
hans í Lúxemborg sem keypti hlutinn af Braga, hlut sem var að
nafnverði um 25,6 milljónir. Gengi bréfanna í þessum viðskipt-
um var 4,3 og var söluverðið því um 110 milljónir króna. Sagt
er að með kaupum Sigurðar Guðna hafi teningnum verið
kastað og Bjarni og Kaupþing hafi byijað af fullum krafti. Full-
yrt er að gífurleg eftirfylgni hafi verið hjá Kaupþingi í þessu
máli og fulltrúar þess sett sig í samband við alla hluthafa, bók-
staflega kembt hluthafaskrána. Einn hluthafinn orðar það svo:
„Þeir hreinlega djöfluðust í okkur, hringdu og hringdu." Marg-
ir hluthafa, flestir smáir, seldu hlut sinn í sumar og voru, að því
er virtist, sæmilega sáttir við verðið. Það var svo í ágúst sem
ljóst varð að félag Bjarna, Eisch Holding S.A., hafði eignast 30
til 40% hlut. Á haustdögum keypti Bjarni síðan hlutinn af Sig-
urði Guðna. Skömmu síðar var hann kominn með meirihluta í
félaginu, 50,3%.
Hart fram gengið í yfirtökutilboðinu í aðdraganda þess að Kefla-
víkurverktakar voru skráðir á Verðbréfaþing sl. vor veltu ýmsir
hluthafar því fyrir sér hvert gengi bréfanna ætti að vera. Margir
töldu þá að gengið 4,2 - sem var í takt við bókfært eigið fé félags-
ins - væri ásættanlegt og kváðust ánægðir fengju þeir það. I yf-
irtökutilboðinu bauðst Bjarni til að kaupa bréfin á genginu 4,6.
Fullyrt er að hann hafi nánast sama dag og tilboðið var lagt fram
verið kominn á fullt skrið við að sannfæra hluthafa í minnihlut-
anum um að þeir ættu að selja honum. Ýmsum, sem hafa raun-
ar selt honum bréf sín, finnst hann hafa verið of gírugur og telja
að hann hall verið á mörkunum því hann hafi notað orðalag eins
og að seljanleiki bréfa í minnihluta yrði mjög lítill síðar; hann
væri kominn í meirihluta, réði ferðinni í félaginu og hagstæðast
væri fyrir viðkomandi að selja strax - því síðar yrði það ekki auð-
velt. Vissulega var þetta svo sem nákvæmlega það sem hluthaf-
arnir voru að hugsa, en þeim fannst þetta býsna mikil ýtni. Eft-
ir að Bjarni var kominn með meirihlutann í félaginu var einfald-
lega of seint fyrir einhveija aðra hluthafa að ætla sér að beijast
gegn yfirtöku hans og vera í einhverri eyðimerkurgöngu. Það
var ekki nema um tvennt að velja, selja eða vera áfram í
minnihluta og treysta á að Bjarni haldi áfram að ávaxta eignina,
gera markaðsverð Keflavíkurverktaka enn meira.
Réttur smárra hlutafa Hér erum við að vísu komin inn á afar
klassískt og athyglisvert mál sem snertir Keflavíkurverktaka
ekkert sérstaklega; þ.e. mátt smárra hluthafa í fyrirtæki þar
sem einn hluthafi er í meirihluta og ræður fyrirtækinu alger-
lega. Spurningin er þessi sem hver og einn verður að svara fyr-
ir sig: Er auðvelt að selja t.d. 2% hlut í fyrirtæki sem að mestu er
í eigu eins manns og ekki er skráð á hlutabréfamarkaði? Flest-
ir telja eflaust ekki svo vera. En hvers vegna þá ekki að vera far-
þegi í aftursætinu og láta þann sem er í meirihluta í fyrirtækinu
ávaxta fé sitt? Fara ekki hagsmunir stóra hluthafans og þess
smáa saman? Er í raun til eitthvað sem heitir meirihluti og
minnihluti í hlutafélögum? Vinna stjórnir hlutafélaga ekki fyrir
alla hluthafana? Er ekki meira í húfi fyrir þann stóra en smáa að
félagið verði sem verðmætast? Og á það að skipta máli þótt sá
stóri ákveði að greiða sér út mikinn arð í félaginu því sá smái
fær líka sinn arðshlut um leið? Á að skipta máli þótt hann sam-
eini fyrirtækið öðru fyrirtæki, eins og margir halda að verði
raunin hjá Keflavikurverktökum? Hversu margar sem spurn-
ingarnar um þetta atriði verða er eitt víst; seljanleiki bréfa í
skráðum félögum á markaði hlýtur alla jafnan að vera meiri en
í óskráðum. Bréf í óskráðum félögum geta hins vegar verið
mjög seljanleg ef fyrirtækin hagnast vel, eru vel rekin, ijárhags-
lega sterk og kaupendur treysta þeim sem eiga bróðurpartinn í
þeim og stýra þeim til að gera hlut þeirra verðmætari.
Núna hafa 30 hluthafar í Keflavíkurverktökum, sem eiga
14% hlut og fá engu ráðið um hvert för stefnir, ákveðið að „vera
farþegar í aftursætinu" hjá Bjarna og treysta einungis á að
hann geri hlut þeirra verðmætari. Ef ótti manna um himinháar
arðgreiðslur út úr félaginu er á rökum reistur þá munu þijátíu-
menningarnir fá hlutfallslega jafnmikið greitt til sín og Bjarni.
Það verður spennandi að fylgjast með framvindu mála suður
með sjó og hvaða „bændaglímu" hinn 29 ára bóndasonur ofan
af Kjalarnesi ætlar að beita.lE
39