Frjáls verslun - 01.09.2001, Page 43
áður en verslunin var opnuð.
Ætlunin er að halda því áfram
og fá þá reglulega hingað til
lands. Heimilistæki hafa einna
mestu reynsluna af raftækja-
verslunum á Islandi þannig að
við búum yfir heilmikilli þekk-
ingu en alltaf má betur gera.
Evrópa er að verða eitt mark-
aðssvæði og það er okkar mat
að hagsmunum okkar sé betur
borgið í samstarfi \dð svona
fagaðila en einir á 280 þúsund
manna markaði á Islandi,"
segir Sigurður.
- Hvaða kostí hefur Euronics
fyrir neytendur?
„Frambærilegt og gott verð, öll
vörumerki á einum stað og Sigurður Björnsson, framkvoemdastjóri Euronics, nýrrar verslunar Heimilistækja í Smáralindinni,
byggt aðgengi að réttri vöru á Euronics er tilraun til sóknar á markaði unga fólksins. Myndir: Geir Ólafsson
réttum tíma auk fagþekkingar
á innkaupum og vörunni
sjálfri. Hjá okkur eru öll tækin í versluninni tengd svo að við-
skiptavinurinn getur heyrt í tækjunum. Þetta er nýjung í verslun-
um af þessu tagi,“ svarar hann og telur ekki mjög dýrt að geta
haft öll tækin í gangi í einu því að orkunotkun rafmagnstækja
hafi minnkað verulega.
„Ef gert er ráð fyrir
lögnum í gólfi strax frá upphafi er kostnaðurinn ekkert miklu
meiri en í hefðbundinni raftækjaverslun."
Viðskiptin jukust í upphafi Það er mál manna að viðskiptin
aukist hjá öllum þegar eitthvað er að gerast á raftækjamarkaði
og það sýndi reynslan af Euronics fyrstu tvær vikurnar eftir
opnun. Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri BT, telur að
breytingarnar séu minni en virst hafi áður en kom til opnunar
því að þetta sé ekki fyrsta innkaupasambandið sem komi til Is-
lands. Guðmundur skilgreinir Euronics sem aðalkeppinaut
Elko og kveðst ekki hafa miklar áhyggjur af samkeppninni.
Hann telur að aukin samkeppni komi einna helst niður á litlum
og miðlungsstórum raftækjaverslunum sem enn eru eftir á
markaðinum.
„Tilkoma Euronics hefur ekki haft neitt óskaplega mikil
áhrif á markaðinn, að okkar mati. Auðvitað hefur tilkoma svona
verslunar alltaf einhver áhrif en þau eru ekki jafnmikil og ég
bjóst við. Euronics er ný verslun sem auglýsir mikið en
með tilliti til verðlags ógnar hún okkur ekki. Það hefur
komið okkur mest á óvart. Við héldum að við fengjum
aukna verðsamkeppni en svo virðist ekki vera. Eg efast
um að þetta innkaupasamband gefi betri innkaup en
við höfum því að verðið hjá þeim er ekkert lægra. Svo
Guðmundur Magnason, framkvœmdastjóri
BT. BT hefur stœkkað verslanir í
Kringlunni og á Akureyri og til
stendur að loka verslunum í
Grafarvogi og í Keflavík á
nœstunni. Stjórnendur BT
eru að velta fyrirsérað opna
nýja 600-700 fermetra
verslun í Kópavogi.
Myndir: Geir Olajsson.
ELRONIC