Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2001, Qupperneq 47

Frjáls verslun - 01.09.2001, Qupperneq 47
LflUNAKJÚR FORSTJORfl forstjóra Við hvað á að miða forstjóralaun? Hið eðlilega svar á uppgangs- tímunum var að forstjórarnir ættu að fá laun í samræmi við afkomu fyrirtækisins. Því betri afkoma því hærri laun, þvi auðvitað var góð afkoma þeim að þakka. Samkvæmt þessu ættu þá forstjóralaunin að fara lækkandi nú á tímum samdráttar. Þvi er þó öldungis ekki þannig varið. Þvert á móti fara þau hækkandi. Frá sjónarmiði forstjóranna er það líka eðlilegt. Það er nefnilega enn erfiðara að stýra fyrirtæki á samdráttartímum en uppgangstímum. En hver eru þá rökin fyrir forstjóralaunum? Þannig er víða spurt í Bretlandi þessa mánuðina. Hávær óánægja hluthafa hef- ur viða verið viðruð þegar allar kúrvur í fyrirtækjunum vísa norður og niður nema launakúrvur forstjóranna, sem stefna stöðugt upp til stjarnanna. Einna mesta Jjölmiðlaathygli hafa átökin í símafyrirtækinu Marconi vakið og sú athygli og reiði hluthafa leiddi til hallarbyltingar, þar sem bæði stjórnarfor- maðurinn og forstjórinn urðu að víkja. Reiðinni slotaði þó ekki strax, þvi í ljós kom að samkvæmt starfslokasamningum þess- ara manna hurfú þeir á brott með milljónir punda í rassvasanum. Á rólegri nótum hefur þessi athygli leitt til vangaveltna um hvert sé hlutverk hluthafa í launastefnu fyrirtækja. Eiga hluthafar að láta sig forstjóralaunin varða, þegar þau laun, jafnvel þó há séu, eru í raun skiptimynt í samhengi við veltu og aðrar afkomutölur? Já, þetta er mál hluthafa segja ýmsir. Forstjóralaun eru mik- ilvæg stefnulýsing og skilaboð til annarra starfsmanna, til hlut- hafa og samfélagsins um þau gildi sem fyrirtækið leggur áherslu á. En samt. Þegar kemur að því að ákvarða launin vinna tregðulögmál- in, samtryggingin á toppnum og hræðslan við að ná ekki í þá bestu kannski gegn því að skynsemin komist mjög langt í þessum efnum. Afkomutengdir launasamningar Hin opinberu rök fyrirtækja fyrir háum for- stjóralaunum eru að eingöngu há laun tryggi að þeir hæfustu fáist í stöðurnar. Og með því að tengja launin afkomu sé tryggt að viðkomandi leggi sig mest og best fram, auk þess sem að hagsmunir forstjórans og hluthafa séu með þessu móti þeir sömu. Við nánari athugun virðist þetta þó tæplega standast. í skýrslu PriceWaterhouse- Coopers, PWC, frá síðasta ári um for- stjóralaun er bent á að einn helsti galli starfssamninga forstjóra sé einmitt að í raun sé engin skýr tenging launa og afkomu. Eitt eru ætlanir stjórnar fyrir- tækisins í orði, en á borði er reyndin önnur. Forstjóri, sem lýsir því yfir á upp- gangstímum að hann stefni á tveggja prósenta vöxt umfram verðbólgu, get- ur varla talist hafa sérlega há markmið fyrir fyrirtækið. Þegar launasamningar forstjóra eru athugaðir kemur hins vegar í ljós að viðmiðunin, sem veitir þeim afkomutengda umbun, hefur einmitt mjög oft verið á þessu bili. Launasamningarnir stefna þvi ekki á neitt nema af- skaplega miðlungs vöxt. Annar galli við launasamninga forstjóra er oft að þeir eru nokkurn veginn alveg óskiljanlegir. Pensions & Investment Research Consultants Limited, PIRC, er virt enskt ráðgjafar- fyrirtæki. Það hefur bent á að ógagnsæi samninga torveldi til dæmis mat á hvað launin kosti fyrirtækið. Erfitt sé að bera samningana saman milli ára og einnig að bera saman samninga mismunandi fyrirtækja. í áðurnefndri skýrslu PriceWater- houseCoopers er haft eftir stórum tjárfesti að einfaldasta við- miðunin fyrir launasamninga forstjóra sé að ef nokkurra mínútna lestur dugi ekki til að komast til botns í samningnum þá sé ástæða til að vera tortrygginn á innihald hans. Samningur, sem miðar að afkomutengdum launum á eðli- lega að fela í sér að viðmiðunarforsendur séu skýrar. I skýrslu PriceWaterhouseCoopers kemur í ljós að þegar athugaðar voru viðmiðunarforsendur í launasamning- um forstjóra kom í ljós að í 45 prósent- um tilfella annaðhvort vantaði slikar for- sendur eða þær voru óskilgreindar eða illa skilgreindar. Málið er enn flóknara þegar afkomu- tölur vísa niður eins og nú er. Þá kemur í fyrsta lagi skýrt í ljós að forstjórarnir hafa margs konar varnagla í launasamn- ingum sínum og finna því ekki fyrir sam- drætti í buddunni. Og auðvitað er það mun meira álag að reka íýrirtæki á tímum samdráttar en uppsveiflu svo flestir forstjórar álíta þetta kannski eðli- legt fyrirkomulag. En þá er heldur ekki hægt að tala um afkomutengd laun. Og hverjar eiga Forstjóralaun eru eitt helsta urnmðuefnið í bresku viðskiptalifi um þessar mundir. Hávær óánægja hluthafa hefur víða verið viðruð peg- ar allar kúrvur í fyrirtækjum vísa niður nema launakúrvurforstjór- anna. Hluthafarnir hafa misst spón úr aski sínum. Ekki forstjórarnir. Eftír Sigrúnu Davíðsdóttur Myndir: Geir Olafsson Þeir fimm forstjórar sem á umræddu tímabili stýrðu fyrirtækjum með bestu afkomuna fengu árslaun á bilinu 1,9-3,2 milljónir dala, samtals 10,3 milljónir dala. Þeir fimm er leiddu þau fyrir- tæki er verst stóðu sig höfðu 5,8-670 milljónir dala í laun, samtals 1,5 milljarða dala. 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.