Frjáls verslun - 01.09.2001, Qupperneq 50
tryggingamiðstöðin hf
Jóhannes Uilhjálmsson þjónustustjári, Sveinbjörn Hjálmarsson framkvæmdastjóri, Þóra Benediktsdóttir, eiginkona Sveinbjörns, Jón Otti Ólafsson
verkstjóri ásamt Gunnari Felixsyni, forstjóra TM, við afhendingu Uarðbergsins, forvarnarverðlauna Tryggingamiðstöðvarinnar hf.
Endurmenntun starfsmanna er ofarlega á
blaði hjá Umslagi ehf. en það eru líka mál
eins og umhuerfisuernd og foruarnir i uíðum
skilningi.
Flestum berast umslög svo tugum skiptir í hverjum mánuði. Til
að vekja áhuga viðtakanda á umslaginu og innihaldinu er því ekki
nóg að hafa það hvftt og setja nafn viðkomandi með límmiða
framan á, eitthvað fleira þarf að koma til. Umslag ehf. sérhæf-
ir sig í að gera umslög sérstök og þannig að eftir þeim er tekið
og hefur komið sér upp vélakosti til að prenta á umslögin eftir
óskum viðskiptavina sinna bæði myndir og texta. Einnig getur
viðskiptavinur fengið nafngreindan og persónutengdan póst
með breytilegum texta unninn hjá Umslagi ehf. og sendur við-
komandi hópum eftir því sem við á.
„Við tókum snemma þann pólinn í hæðina að sérhæfa okkur á
því sviði sem við erum bestir," segir Sveinbjörn Hjálmarsson,
framkvæmdastjóri Umslags ehf. „Okkur hefur farnast það vel og
það sýnt sig að sérhæfingin skilar sér í betri vinnu og árangri enda
fylgjumst við vel með því sem er að gerast í heiminum á þessu
sviði og sjáum til þess að besti fáanlegi vélakostur sé fyrir hendi
hverju sinni. Við erum með allt sem
snertir okkar svið á einum stað, allt frá
grafískri vinnslu og upp I að skila fullklár-
uðu verki til viðtakanda."
Vélar eru ekki allt og gera lítið gagn ef
enginn er maðurinn að stýra þeim. Það
er forsvarsmönnum Umslags ehf. vel
Ijóst og er þvf lögð rík áhersla á mannauð
fyrirtækisins með símenntun og góðum
aðbúnaði.
„Það hefur lengi verið stefna fyrirtæk-
isins að viðhalda menntun starfsmanna og hver starfsmaður hefur
farið á tvö til þrjú némskeið á ári, bæði hér heima og erlendis,"
segir Sveinbjörn. „Nýlega var haldin samkeppni á vegum evrópskra
samtaka um leiðir til að sinna endurmenntun starfsmanna I prent-
iðnaði og ákváðum við að taka þátt í henni. Til að svo mætti verða
varð að skrá stefnuna og koma henni á blað og við það varð hún
skýrari og öllum Ijós. Bæklingur með menntastefnu Umslags ehf.
var gefinn út bæði á ensku og íslensku og einnig var sagt frá henni
á heimasíðunni: www.umslag.is."
Umhverfið
Umhverfi og náttúra er starfsfólki og forráðamönnum Umslags
ehf. hugstæð og sýnir það sig best með stefnu fyrirtækisins í um-
hverfismálum en þess er vandlega gætt að flokka allt sem frá fyrir-
tækinu fer og að halda spilliefnum í lágmarki. Umslag ehf. hefur
þrívegis verið tilnefnt til umhverfisviðurkenningar Reykjavíkur-
borgar en sú viðurkenning er veitt fyrirtæki sem skarar fram úr í
framleiðslutækni, lágmörkun úrgangs, mengunarvörnum, vöru-
þróun, framlögum til umhverfismála auk aðbúnaðar á vinnustað.
24. október síðastliðinn fékk Umslag ehf. forvarnarverðlaun
Tryggingamiðstöðvarinnar hf., Varðbergið,
en Umslag ehf. var eitt af þremur fyrir-
tækjum sem var tilnefnt til þeirra vegna
vasklegrar framgöngu í forvarnarmálum,
góðum aðbúnaði á vinnustað og öryggi.
List
Sveinbjörn hefur mikinn áhuga á list og
menningu og má sjá það á veggjum fyrir-
tækisins þar sem fjölmörg listaverk eftir
þekkta og óþekkta listamenn hanga uppi.
E3
UMSLAG ehf
Lágmúla 5-108 Reykjavík
Sími: 533 5252
www.umslag.is
umslag@umslag.is
50