Frjáls verslun - 01.09.2001, Qupperneq 60
I t v J 1 jr K , ' sT* j m -* j | ÍÉf i
Sf
iJi'. jJLi phH- "T’íT ísaifc m . Hfi
Björn Sigurðsson er ekki tilbúinn til þess að gefa upp kostn-
aðinn við byggingu Smárabíós. „Bíóið er hluti af verslanamið-
stöð og því mjög erfitt að reikna út beinan byggingakostnað
en mér er sagt að það kosti 700-800 milljónir að byggja svona
bíó frá grunni með öllu því sem þetta bíó hefur upp á að
bjóða. Það hafa kannski ekki margir tekið eftir því en við höf-
um látið fleiri hundruð þúsund gesti frá okkur á ári í önnur
kvikmyndahús af því að við höfum ekki haft nógu mikið pláss
til að sýna allar myndirnar sem við eigum. Með byggingu
þessa húss erum við að beina þessari umferð aftur inn til
okkar í auknum mæli,“ segir hann og bendir á að bíóið sé
m.a. hannað með ráðstefnur í huga en kannanir hafi sýnt að
slíkt húsnæði sé heldur af skornum skammti.
200 búsund kall á StÓI Fyrirsjáanlegt er að Sambíóin fjár-
festi fyrir allt að einn milljarð króna á fáum árum því að búast
má við að kvikmyndahúsið í Grafarvogi kosti svipað þegar og
ef það verður að veruleika. Björn Arnason er ekki tílbúinn til
Sambíóin Starfsemin skiptist í Sambíóin og Sammynd-
bönd Qeigumyndbönd, sölumyndbönd, Ijölföldun og heildsala
með tölvuleikjum, t.d. frá Disney) auk dreifingaríýrirtækis
sem gengur undir nafninu Samfilm. Heildarvelta samstæðunn-
ar var 1,1 milljarður í fyrra, þar af er 30% úr myndböndunum.
Sambíóin Alfabakka
Sambíóin Snorrabraut
Sambíóin Kringlunni
Sambíóin Keflavík
Sambíóin Akureyri
Myndform ehf. Dreifing á kvikmyndum, ijölföldun,
leigumyndbönd og sölumyndbönd, DVD og tölvuleikir. Heild-
arveltan er 500-600 milljónir.
Laugarásbíó
Borgarbíó Akureyri (25%)
ýmsar myndbandaleigur
Kvíkmyndadeild Norðurljósa Kvikmyndahús,
kvikmyndadreifing í kvikmyndahús, leigumyndbönd og DVD,
sölumyndbönd og DVD og sala mynda í sjónvarp - Heildarvelt-
an stefnir í 640 milljónir króna í ár.
Smárabíó (aðeins tæpa þrjá mánuði í rekstri)
Regnboginn
Stjörnubíó
Borgarbíó Akureyri(50% á móti Myndformi og Háskólabíói)
Háskólabíó Heildarveltan er um 430 milljónir á ári og
nær það yfir dreifingu á kvikmyndum, leigu- og sölumynd-
bönd, útleigu til Háskóla íslands, Landsbanka íslands og Sin-
fóníuhljómsveitar Islands auk útleigu vegna ráðstefnuhalds og
funda. Einnig er rekin veitingasala til stúdenta HÍ. Háskólabíó
er í eigu Sáttmálasjóðs, sem er í vörslu HÍ.
Háskólabíó
Borgarbíó Akureyri (25%)
60