Frjáls verslun - 01.09.2001, Page 70
Greinarhöfundur, Ágúst Einarsson, erþrófessor og forseti Viðskiþta- og hagfræðideildar Háskóla Islands.
FV-mynd: Geir Olafsson.
60 ára farsæl saga
/
Viðskipta- og hagfrœðideild Háskóla Islands
fagnar 60 ára afmœli sínu um þessar mundir.
Ymislegt hefur verið gert til að minnast þessara
/
merku tímamóta. Ilok nóvember verður t.d.
haldin alþjóðleg ráðstefna um áhættustjórnun
þarsem hinn heimsfrœgi bandaríski hagfræð-
ingur Joseþh Stiglitz, sem nýlega fékk Nóbelsverð-
launin í hagfræði, verður á meðal ræðumanna.
Effir Ágúst Einarsson prófessor Myndir: Geir Ólafsson og fleiri
r
Iár er haldið upp á 60 ára afmæli kennslu í viðskiptafræðum
og hagfræði við Háskóla íslands. Stjórnvöld stofnuðu Við-
skiptaháskóla íslands árið 1938. Þessi skóli varð síðan árið
1941 hluti af laga- og hagfræðideild Háskólans. Arið 1957 voru
þessar deildir skildar að og síðan hefur Viðskipta- og hagfræði-
deildin verið sjálfstæð deild innan Háskóla Islands og er ein
stærsta deild skólans. Fyrsti Islendingurinn sem lauk hag-
fræðiprófi 1877 var Indriði Einarsson leikritaskáld. Sú skoðun
hefur þó orðið almenn að Jón forseti Sigurðsson hafi verið
fyrsti íslenski hagfræðingurinn en hann lærði m.a. hagfræði í
Kaupmannahafnarháskóla.
I deildinni eru nú um 1.200 nemendur þannig að deildin er á
stærð við allra stærstu framhaldsskóla. Kennarar við viðskipta-
og hagfræðideild hafa verið mjög áberandi í samfélaginu. Olafur
heitinn Björnsson og Gylfi Þ. Gíslasson sátu lengi á Alþingi og
þeir komu með þekkingu á viðskiptafræði og hagfræði inn í ís-
lenska stjórnmálaumræðu. Margir nemendur minnast hinna ff á-
bæru kennara, Gylfa, Olafs og Guðlaugs Þorvaldssonar. Félags-
starfið hefur alltaf verið öflugt og mörg vinaböndin og hjóna-
böndin urðu til innan deildarinnar á liðnum árum og áratugum.
Miklar breytingar síðustu ára Miklar breytingar hafa orðið í
deildinni undanfarin ár. Námsframboð hefur aukist mikið og
orðið miklu ijölbreyttara. Nú er ekki einungis boðið upp á
kandídatspróf í viðskiptafræðum heldur einnig nám til BS-
prófs í viðskiptafræði og BA og BS-gráður í hagfræði. Það eru
rúmlega eitt hundrað nemendur sem stunda meistaranám við
deildina. Einnig eru nokkrir nemendur í doktorsnámi. Þess
utan eru um 50 nemendur í MBA námi sem gengur mjög vel.
Nú eru nær tvöfalt fleiri nemendur í grunnnámi í deildinni en
fyrir fimm árum.
Það er mjög mikilvægt að háskóli og skólakerfið í heild skilgreini
sig sem menntastofnun sem sé öllum opin alla ævi.
70