Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2001, Side 87

Frjáls verslun - 01.09.2001, Side 87
 f mr% i j Arni Kristinsson yfirlœknir á hjartadeild Landspítala: „Hitt er svo annað mál að aðeins lítill hluti þeirra sem hafa hœkkaðan blóðþrýsting fá einhver hjartaáfóll ogþví er meðhöndlun vegna hans dýr. “ FV-mynd: Geir Ólafsson höndlun vegna hans dýr. Verið er að gefa öllum dýr lyf en í raun væri miklu betra ef hægt væri að finna þá sem hafa erfðamengi sem gerir að verkum að hækkaður þrýstingur veldur frekari sjúkdómum og ekki væri verra ef lyfin væru þá við hæfi hvers og eins en það er vonandi eitthvað sem fram- tíðin ber í skauti sér.“ flð springa úr harmi Árni segir streitu koma mikið við sögu varðandi áföll og nefnir alþekktar sögur um fólk sem sprungið hafi af harmi. „Við álag eykst magn streituhormóna og þá er hægt að mæla en við vitum ekki nóg um áhrifin. Þeir sem eru útsettir fyrir hjartaáföll, þ.e. erfðafræðilega séð, eru auðvitað í meiri hættu en hinir þegar þannig stendur á. Rannsóknir hafa sýnt að fólk sem vinnur undir miklu álagi en hefur lítið um það að segja hvernig starfið er unnið er stressaðast og í mestri hættu varðandi áföll. Komi inn í það þættir eins og reykingar, of mikil þyngd, sykursýki, hóglífi og hátt kóleseterol er við- komandi í miklum áhættuflokki og þarf að breyta verulega til.“ Fjölþjóðleg rannsúkn Víða er hægt að kaupa blóðþrýstings- mæla og segir Árni þá flesta nokkuð áreiðanlega. „Sumir mæla heldur hærra en okkar mælar en það er þó betra en að þeir gefi upp óeðlilega lág gildi,“ segir hann. „Margir koma með mæl- ana hingað og bera saman við okkar mæla og nota þá svo til að fylgjast með blóðþrýstingnum heima við sem er auðvitað besta mál.“ Blóðþrýstingur fullorðins fólks má helst ekki vera yfir 140/90 ef vel á að vera og auðvitað æskilegast að hann sé að- eins lægri en þvi miður er það ekki algengt á vesturlöndum. Hjartavernd hefur frá árinu 1981 tekið þátt í Ijölþjóðlegri rann- sókn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í hjarta- og æðasjúk- dómum, svokallaðri MONICA-rannsókn. Henni er ætlað að leiða í Ijós áhrif ýmissa áhættuþátta á tíðni hjarta- og æðasjúk- dóma (kransæðastíflu og slags) svo unnt sé að að beita for- vörnum á árangursríkari hátt en verið hefur. Hún nær til 12 milljón manna og er langstærsta faraldsfræðilega rannsóknin sem gerð hefur verið til þessa. ísland hefur þá sérstöðu að rannsóknin nær til heillar þjóðar en í öðrum löndum er hún bundin við sérstök landsvæði eða borgir. Róleg megrun best Árni er spurður að því hvernig best er að fylgjast með heilsunni og vinna að bættri heilsu. „Ef við tökum manneskju sem komin er yfir fertugt þarf að mæla blóðþrýst- ing og kólesterol. Síðan vikta viðkomandi og sé hann of þung- ur þarf að vinna að því að hann grennist. Þó ekki með neinum látum því reynslan hefur sýnt að hæg megrun, um það bil 250- 300 g á viku reynist best og er í raun eina megrunin sem virk- ar. Eg myndi ráðleggja röska hreyfingu að minnsta kosti tvisvar í viku, um 20 mín. í senn, og mæli með gönguferðum eða sundi sem er bæði ódýrt og gott. Og auðvitað að reykja ekki, það er grundvallaratriði ef fólk vill halda heilsu." 33 „Ég myndi ráðleggja röska hreyfingu að minnsta kosti tvisvar í viku, um 20 mín. í senn og mæli með gönguferðum eða sundi sem er bæði ódýrt og gott. Og auðvitað að reykja ekki, það er grundvallaratriði ef fólk vill halda heilsu.“ 87
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.