Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2002, Síða 70

Frjáls verslun - 01.09.2002, Síða 70
GREIN TÖLVUKERFI Standast tölvukerfin væntingar stórnenda? / I könnun, sem KPMG ráðgjöfgerði hérlendis árið 2000 meðal stjórnenda 100 stærstu fyrir- tækja landsins, taldi aðeins ríflega helmingur viðmælenda að innleiðing núverandi tölvu- kerfis hefði gengið vel og staðist væntingar? Hvernig má þetta vera? Eftir Theodór Ottósson Myndir: Geir Ólafsson jr Ikönnun, sem KPMG ráðgjöf gerði hérlendis árið 2000 meðal stjórnenda 100 stærstu fyrirtækja landsins, taldi aðeins ríflegur helmingur viðmælenda að innleiðing núverandi kerfis hefði gengið vel. Til eru erlendar kannanir sem sýna töluvert lægri tölur yfir vel heppnaða innleiðingu eða aðeins 10 - 25 % þar sem vel eða sæmilega hefur til tekist. En hvernig má það vera að ný tölvukerfi standa ekki undir væntingum stjórnenda? Ástæðan er þessi: Of fá fyrirtæki gefa sér nægan tíma í byijun til þess að skilgreina stefnu, markmið og fyrirtækjamenningu til að aðlagast tæknilegum lausnum. Stjórnendur velta síðan vöngum yfir því hvers vegna innleiðing tölvukerfa skilar ekki þeim tilætlaða árangri sem hugbúnaðarsalar og ráðgjafar lofuðu. Innleiðing á nýju heildartölvukerfi er ekki lokaáfangi eins og sum fyrirtæki álíta. Nauðsynlegt er að horfa á heildarmyndina á viðskipta- legum grunni. Innleiðing á nýju tölvukerfi er ekki bara einföld tæknileg uppfærsla. Þegar lagt er af stað þarf að skilgreina viðskiptaleg markmið fyrirtækisins, leggja mat á fyrirtækja- menningu og skoða hvaða hugsanleg áhrif nýtt kerfi hefur á skipulagsheildina. Nákvæm áætlun um þetta er forsenda að vel heppnaðri innleiðingu, annars er hætta á að afleiðingarnar geti orðið slæmar. Áætlanagerð Oftar en ekki bregðast áætlanir. Verkefnið dregst úr hömlu, kostnaður margfaldast og góðar fyrirætlanir um ný og betri vinnubrögð renna út í sandinn. Frávik frá áætlunum koma mjög oft seint fram. Kostnaður og framgangur verkeíhis helst sjaldnast í hendur. Þannig getur stór hluti af kostnaðaráætluninni verið notaður en aðeins ríflega helmingur af verkinu verið fram- kvæmdur. Það er oft mjög erfitt að sjá þetta þar sem verkefnið gengur vel í fyrstu en síðustu skrefin geta verið erfið og ef til vill taka síðustu 20% verkefnisins jafn langan tíma og þau 80% sem lokið er. Hvað er það einkum sem veldur því að áætlanir fara úr böndunum? Ekki var nægjanlega vel staðið að þarfagreiningu. Markmið voru óljós. Samningar voru ekki nægjanlega skýrir. Það vantaði „eiganda" að kerfinu. Verkefnisstjórn var ábótavant. Stjórnendur stóðu ekki nægjanlega vel að baki verkefninu. Skortur var á ákvarðanatöku eða hún dróst. Verkefnið var meira drifið áfram af tölvumönnum en stjórnendum. Ábyrgðarskipting í verkefninu var óljós, og þannig mætti lengi telja. Innleiðingu á nýju tölvukerfi svipar á margan hátt til nýbyggingar. Hver man ekki eftir byggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar eða skrif- stofum Alþingis við Austurstræti? Til þess að geta hafist handa við smíðina þarf að vita hvað á að smíða. Það kann ekki góðri lukku að stýra að þróa og hanna húsnæði jafnóðum og smíðin á sér stað. I dag er ekki nægjanlegt að gera eingöngu áætlanir um innleiðingu. Huga þarf að þvi hvað síðan tekur við. Gera þarf áætlanir um rekstur, aðstoð, uppfærslur, aðlaganir, nýjar einingar, þjálfun o.fl. Nútíma viðskiptaumhverfi er síbreytilegt og ávallt þörf á að aðlagast nýjum aðstæðum. Undir það þurfa fyrirtæki að vera búin. Kostnaður Fyrirtæki ættu að líta á fjárfestingu í upplýsinga- tækni sem hveija aðra fjárfestingu sem skila á arði. Það er oft erfitt að meta fjárhagslegan ávinning þegar árangurinn kemur fram óbeint, eins og í endurbættum vinnuferlum, auknum sveigjanleika, þróunarmöguleikum o.fl. Því hættir fyrirtækjum gjarnan til að láta hlutina kosta sem minnst og horfa á lægstu tölurnar þegar kaup og innleiðing á nýju tölvukerfi stendur fyrir dyrum. Þannig er gjarnan horft fram hjá endanlegum kostnaði sem hlýst af því að fá starfshæft kerfi í gang. Mikilvægir hlutir eins og þarfagreining og verkefnastjórn eru gjarnan skornir í burtu og horft fram hjá kostnaði eigin starfsfólks sem taka verður þátt í innleiðingunni. Þvi hefur gjarnan verið haldið fram, í gamni og alvöru, að margfalda megi áætlanir tölvumanna með pí. Það er svo sem ekki verri þumalputtaregla en hver önnur en dæmi eru um ennþá meiri frávik frá tilboðum og áætlunum þegar upp er staðið. Sú áætlun sem stjórnendur fyrirtækja horfa á í byrjun og taka ákvörðun út frá er gjarnan fjárfesting í hug- og vél- búnaði, gjarnan 70-80%, og uppsetningarkostnaður, 20-30%. Þegar upp er staðið er reyndin þveröfug. Þessi hlutföll hafa snúist við. Kostnaður við vandaða þarfagreiningu og undirbúning er einungis litið brot af þessu og getur borgað sig strax með mark- vissri vinnu við innleiðinguna og aukið likurnar á að upplýsinga- kerfið svari upphaflegum væntingum. Lykilatriði Þær innleiðingar á tölvukerfum sem hvað best eru heppnaðar eru unnar út frá viðskiptalegri nálgun frá byijun. Vel skilgreind og skýr markmið eru sett í byijun og fylgst er með Innleiðingu á nýju tölvukerfi svipar á margan hátt til nýbyggingar. Hver man ekki eftir byggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar eða skrifstofum fllþingis við Austurstræti? Til þess að geta hafist handa við smíðina þarf að vita hvað á að smíða. 70
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.