Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2002, Qupperneq 92

Frjáls verslun - 01.09.2002, Qupperneq 92
STJÓRNUN STARFSHIflNNfllVIÁL Um hvað snýst starfsmannastjórnun? Hvað eiga eigendur og stjórnendur jýrirtækja og starjs- mannastjórar að vera að hugsa um núna og næstu 5-6 árin? Könnun Workforce í Banda- ríkjunum skiptist í sex meginþœtti. Eftir Herdísi Pálu Myndir: Geir Ólafsson r Ibyijun sjöunda áratugarins snerist starfsmannastjórnun að- allega urn launaútreikninga og samskipti við stéttarfélög og voru þá þeir sem ráðnir voru til að sinna þessum málum flestir viðskiptafræðingar eða lögfræðingar. I sumum fyrir- tækjum var ekki einu sinni neinn einn aðili sem sá um meðferð þessara mála heldur voru einhverjir sem gerðu það í hjá- verkum með öðrum störfum. Nú, árið 2002, snýst starfsmannastjórnun um annað og meira en að ofan greinir og því þarf að halda aðeins öðruvísi á spöðunum og hugleiða þessa stjórnun upp á nýtt. Nú er starfs- mannastjórnun gjarnan kölluð mannauðsstjórnun og aðeins örfáir stjórnendur fyrirtækja eða fyrirtækjaeigendur eftir sem ekki gera sér grein fyrir mikilvægi faglegrar mannauðsstjórn- unar í öllum rekstri fyrirtækja og stofnana. Þeir eru líka flestir farnir að vera meðvitaðir um það að starfsmannastjórar geta að sjálfsögðu aldrei einir og sér borið ábyrgð á hversu vel tekst til með mannauðinn. Ohjákvæmilega þarf að kosta einhveiju til mannauðsins eigi að ná góðum árangri og hámarksframmi- stöðu hjá mannauðnum. Stjórnendur vita að til að virkja mannauðinn á árangursríkan hátt þarf þekkingu og því eins gott að hafa starfsmannnastjóra með sérþekkingu í faginu. Málið er nefnilega að í dag þarf starfsmannastjóri, eða sá sem ber ábyrgð á starfsmannamálum fyrirtækja, að hafa sérþekk- ingu í mannauðsstjórnun auk þess að hafa góða þekkingu á vinnumarkaðsfræðum, þeim lögum og reglum sem þar gilda ásamt mörgu öðru sem fellur að þessum málaflokki. Starfsmannamál 2002-2010 Hér verða raktar niðurstöður könnunar sem gerð var meðal hóps ráðgjafa og stjórnenda í mannauðsstjórnun og var sú könnun unnin af Workforce í Bandaríkjunum. Horft var til sex meginþátta: 1 Sveigjanleiki vinnustaða Þátttakendur í rannsókninni telja að vinnustaður framtíðar- innar muni einkennnast af hugmyndaríku og sveigjanlegu vinnufyrirkomulagi. Ákveðnar vinnustundir munu hafa lítinn eða engan forgang og tölvutæknin mun jafnvel leysa fólk undan því að þurfa að vinna vinnuna á ákveðnum stað. Frekar verður horft á frammistöðu og árangur en vinnu- tíma. Ólík menning mun einnig hafa áhrif á vinnustaði. 2 Alþjóðaviðskipti Þátttakendur spá auknum alþjóðaviðskiptum, stækkun alþjóðamarkaðar og þróun vinnuafls sem getur unnið hvar sem er í heiminum. Vegna þessa spá þeir því að meira verður leitað til starfsmannadeilda í sambandi við skipulag og umsjón með störfum í mismunandi löndum og í ólíkri menningu. I beinum tengslum við þessa spá má segja að sérfræðingar á sviði mannauðsstjórnunar muni þurfa að hafa stöðugt betri sýn á venjur í alþjóðaviðskiptum, alþjóðavinnulöggjöf, flölda tungumála og siða sem taka þarf tillit til í ólíkum menningarheimum því þeir munu þurfa að aðstoða það starfsfólk sem flyst á milli landa. 3 Vinna og samfélagið Framtíðarvinnustaður mun gefa starfsfólki svigrúm til að sinna skyldum gagnvart flölskyldu og einkalífi og til að sinna persónulegum hugðarefnum samkvæmt spá þátt- takenda. Þeir spá því einnig að fyrirtæki og stofnanir muni blanda sér meira inn í samfélagsleg málefni og taka þannig ákveðna ábyrgð á félagslegum þörfum og verður það í æ meira mæli inn í framtíðarsýn fyrirtækja. Fyrirtæki munu bjóða upp á fleiri félagsleg úrræði fyrir starfsfólk sitt, s.s. barnagæslu o.fl. 4 Þróun vinnuafls í framtíðarstarfsumhverfi mun símenntun verða almenn og munu fyrirtæki þjálfa starfsfólk sitt með bætta frammi- stöðu að leiðarljósi, ekki bara til að fjölga hæfniþáttum. Starfsfólk með breiða þekkingu mun verða betur metið en það sem er með djúpa þekkingu á takmörkuðu sviði. Vaxandi þörf mun verða fyrir markvissa leiðtogaþróun. 5 Innihald og skilgreiningar starfa Um leið og fyrirtæki sýna meiri sveigjanleika mun starfs- fólk einnig þurfa að sýna meiri sveigjanleika. Störf munu þróast í þá átt að verða víðtækari, almennari, meira kreíj- andi og kreijast meira sjálfstæðis af starfsfólki. Krafa fyrir- tækja mun verða um frammistöðu og árangur, ekki unnar stundir. Starfsfólk þarf að búa yfir sem flestum af eftirfar- andi þáttum: Stefnumiðaðri hugsun, leiðtogahæfni, hæfi- leika til að leysa úr vandamálum, tækniþekkingu og hæfni í mannlegum samskiptum. Hér gildir aftur að starfsfólk með breiða þekkingu mun verða mikils metið og var þessi þáttur sá sem þátttakendur í könnuninni voru mest sam- mála um. Þátttakendur telja að umbun muni verða í sam- ræmi við árangur fyrirtækja. 6 Stefnumiðað hlutverk mannauðsstjórnunar Mikilvægi sérfræðiþekkingar í mannauðsstjórnun og fag- fólk í mannauðsstjórnun mun verða stöðugt mikilvægara 92
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.