Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2004, Page 106

Frjáls verslun - 01.09.2004, Page 106
Grlmmileg grisjun Stríðsástand mun ríkja milli flugfélaganna í vetur, svo hörð verður samkeppnin. Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Myndir: Geir Ólafsson að verður blóðbað, stríð, milli flugfélaganna. í lok dagsins verður það sá sem er ódýrastur sem mun sigra. Svo einfalt er það. Þetta verður erfiður vetur þvi að stríðið mun halda áfram árið 2005. Við eigum peninga í stríðskistunni og munum halda áfram að vinna að því að lækka verðið,“ segir Kell Ryan, bróðir Tony Ryans, stofnanda Ryanair lágfargjaldaflugfélagsins í Bretlandi. Kell Ryan er hættur í föstu starfi hjá Ryanair og gegnir nú hlutverki nokkurs konar „sendiherra" flugfélagsins. Iceland Express bauð nýlega til blaðamannafundar á Stansted- flugvelli nærri London til að kynna völlinn og þá þjónustu sem þar er að fá og voru blaðamaður og ljósmyndari Fijálsrar versl- unar á fundinum. Kell Ryan sagði írá lágfargjaldamarkaðnum og kynnti Ryanair. Grimmileg grisjun Lágfargjaldaflugfélögum hefur vaxið fiskur um hrygg og eiga þau bjarta framtíð fyrir sér þó að samkeppnin verði hörð í vetur og búast megi við að grimmi- leg grisjun eigi sér stað á markaðnum. Ryanair ætlar að standa uppi sem sigurvegari enda er félagið rekið af miklu kappi með spamað og hagræði í forgmnni til að geta boðið upp á lág fargjöld. Hugsunin er öðmvísi. Einfaldleikinn er í fýrirrúmi. Um 96% af bókunum eiga sér stað á Netinu. Starfs- fólkið er ungt og það fær vel borgað. Ovenjulegt er að fólk borgar nokkur þúsund krónur fyrir að fá að sækja um hjá félaginu og um það bil 25 þúsund krónur ef það er svo heppið að komast í atvinnuviðtal. Þá er allt gert til að skera niður kostnað hjá félaginu. Ahafnimar þrífa vélamar sjálfar og borga fyrir leigubílinn heim úr vinnunni og þurfa að greiða fyrir þúninginn sinn, viðskiptavinir þurfa að greiða sérstaklega ef þeir fá veitingar um borð, engin glugga- tjöld em og fyrirhugað er að setja auglýsingar í stað sætis- vasa. Þá hafa verið viðraðar hugmyndir um að láta farþega borga fyrir salemisnotkun, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Lágfargjaldaflugfélögin eiga ekki langa sögu að baki. Elsta lággjaldaflugfélag Evrópu, Ryanair, á rætur að rekja til ársins 1985 þegar það var stofnað af Tony nokkmm Ryan. Arið 1986 kom Kell Ryan til starfa hjá bróður sínum og gerðist markaðs- stjóri Ryanair í Evrópu eftir að hafa starfað hjá Air Iingus í 25 ár. Ryanair skilaði tapi fyrstu árin og fjármagnaði Tony Ryan það úr eigin vasa en hefur skilað hagnaði frá því að Michael O’Leary tók við stjómun fyrirtækisins. Hann gerði það að lágfargjalda- félagi að fyrirmynd Southwest Airlines í Bandaríkjunum sem hefur skilað hagnaði í rúmlega 30 ár. Það er einkum tvennt sem Kell Ryan telur að skipti mestu hvað velgengnina varðar; starf- semi Ryanair á Netinu og flug félagsins til og frá Stansted-flug- velli sem hófst árið 1991. Arið 1997 var flug milli Evrópulanda gefið fijáls og skapaðist þá gmndvöllur fyrir vexti lágfargjalda- flugfélaganna. Ryanair hefur gengið vel síðustu árin. Hagnaður í 11 ár Ryanair hefur skilað hagnaði síðustu 11 árin. Það skilaði 237 milljónum evra í hagnað á síðasta ári, 115 millj- ónum evra árið 2002, 100 millj- ónum 2001 og 80 milljónum evra árið 2000 svo að það hefur skilað hagnaði á hverju ári. Við- skiptin hafa aukist um 20-25% milli ára. Ryanair hefur búið sig undir erfiða tíma með þvi að Hagnýtar slóðir www. cheapflightsfromstansted. com www.baa.com/changingplanesatstansted www.baa.com/ stanstedweekender www.baa.com/ stanstedholidays
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.