Morgunn - 01.12.1963, Blaðsíða 18
92
MORGUNN
ers, sem í lifenda lífi ritaði hina merkileg'u bók: Human
Personality and Survival of Bodily Death.
í þessum fyrst töldu ritum segir Frederic Myers margt
af ferðum sínum í eilífðinni og kann mörgum að koma
frásögn hans furðulega fyrir sjónir. Hann segir, aðfyrst
eftir að menn hverfi héðan lifi þeir venjulega um lengri
eða skemmri tíma á þeim sviðum sem Grikkir nefndu
Hadesarheim,, guðspekingar mundu kalla geðheima, en
hann kallar Blekkingaheiminn (the Plane of Illusion).
Spíritistar kalla þetta stundum Sumarlandið. Tilveran
þarna er oft í fyrstu eins konar draumkennt ástand, þar
sem menn melta reynslu jarðlífsins. Þama líltar mörgum
vel og slá sumir sér til rólegheita um lengri tíma. Bónd-
inn fær sínar ær og kýr og býr stórt. Sönglistarmaður-
inn heldur áfram að stjórna hljómsveitum, presturinn
að prédika og bókaormurinn að safna bókum. Yfirleitt
fá menn flest, sem hugurinn gim,st. Þess vegna þykir
mönnum gott að gista þennan heim, og flestir búa um
sig sem allra líkast því, sem þeir bjuggu á jörðu, hafi
þeir verið ánægðir þar. Annað kemur líka til greina.
Hafi þeir gert sér ákveðnar hugmyndir um það, sem
tekur við eftir dauðann, verða þeir sjaldan fyrir von-
brigðum. Múhameðstrúarmaðurinn hittir fyrir játendur
Múhameðs, heittrúarmaðurinn hittir sína líka, allir ættu
því að geta verið ánægðir.
En hvernig stendur á þessu? Ástæðan er sú, að hug-
smíðaaflið ræður svo miklu að fantasíumar verða að
veruleika. Þarna heldur t.d. Hitler áfram að halda sínar
æsingaræður og Stalín áfram að brugga sín vélræði, og
báðir hafa sína tilbiðjendur, sem klappa þeim lof í lófa.
Swedenborg segir einhvers staðar frá því í sínum vitr-
unum, að hann kom í sal mikinn í hinum heiminum, þar
sem Lúther var að halda ræðu móti pápiskum. Lúther
var í miklum móði og hækkaði stöðugt röddina, en
reyndar voru allir gengnir út og salurinn tómur.
Lífið í sumarlandinu eða blekkingaheiminum er í raun