Morgunn - 01.12.1963, Blaðsíða 32
106
MORGUNN
ástand miðla undir andastjórn. í skýrslu sinni um Swarn
Lata segir Banerjee um hana: „Þegar hún segir frá at-
vikum úr „fyrra lífi,“ er eins og umhverfið gleymist
henni eða hverfi, og hún sýnist algerlega lifa á sviði
þessarar óljósu fortíðar." Gera má ráð fyrir því, að lík
breyting hafi einnig orðið á hinum stúlkunum, sem sögðu
atburði úr fyrra lífi sínu, þótt skýrslur geti þess ekki.
í bók sinni, „The Soul of People,“ einu af meginrit-
um um endurholdgun, segir Fielding Hall frá munki ein-
um, sem gróðursetti fjölda trjáplantna og sagðistmundu
koma aftur og reisa fallegt klaustur í stað bambuskof-
ans, sem þar stóð þá. Um það bil 100 árum síðar dreymdi
annan munk, sem átti heima langt frá þessum stað,
langtum sunnar, bæði trén og heitstrengingu hins látna
munks. Hann lagði land undir fót og komst á staðinn.
Þar þekkti hann bæði bambusklaustrið og umhverfið
allt. Sannar þetta nokkuð um endurholdgun?
Vér skulum snúa oss að hinni merkilegu reynslu frú
Eileen Garretts, sem hún segir frá í bókinni, Awar-
eness New York, 1945. Frú Garrett segir hófsamlega
og trúverðuglega frá.
Á sólbjörtu síðdegi heyrði hún heil. Cassian, sem uppi
var á 5. öld, tala til sín og biðja sig að endurreisa litla
kirkju, sem stæði í eikarlundi á hæð 2 eða 3 mílur frá
Cannes í Frakklandi. Hún heimsótti þessa litlu kirkju,
og stödd í kirkjunni skynjaði hún að þarna hefði fyrr
staðið heiðingjahelgidómur. Hún skynjaði blóðsúthelling-
ar í dimmri fortíð. Er ekki hugsanlegt, að draumur
munksins,, sem Fielding Hall sagði frá, hafi beinlínis verið
áhrif frá látnum manni. Er óhugsandi, að það hafi ver-
ið áhrif frá látnum manni, sem þekkt hafði staðinn og
orkaði nú á munkinn í draumi, sem gerðu það að verk-
um, að hann þóttist þekkja staðinn úr draumi sínum,
þegar hann komst þangað?
Trúi maður því, að látnir menn lifi og varðveiti minn-
ingar sínar frá jarðlífinu, er hægt að skýra flestar svo-