Morgunn


Morgunn - 01.12.1963, Page 36

Morgunn - 01.12.1963, Page 36
110 MORGUNN var ráðinn til ferðarínnar. Skipið skilaði sér ekki úr siglingunni, en forlög Godfreys urðu þau sem fyrir var sagt. „Hefði ungi maðurinn, sem nú segir frá, verið af skozkum en ekki þýzkum uppruna, hefði máske ekki farið sem fór,“ segir dr. Creighton í einum kafla bókarinnar. Pilturinn var á ferð heim, til Broad Cove frá Petite Riviere á þokudimmri nótt, þegar hann sá konu við veginn og stóð hún í ljósum loga. Kveld eitt, aðeins stuttu síðar, heyrði hann angistaróp til móður sinnar er farin var að hátta. Hann reif í ofboði upp hurðina á herbergi hennar, og þar stóð hún í björtu báli. Hafði kviknað í útfrá lampa er hún hélt á. Drengurinn skaðbrenndist við að reyna að bjarga móður sinni en varð of seinn. Þá er að snúa sér að áðurnefndum heflum, og er þá að geta þess, að framferði þeirra er ekki eindæmi í Glace Bay. Á norðurströnd þessarar fögru víkur er það lítið tiltökumál að smíðatól veltist um og geri skarkala nokkru áður en að til þeirra er tekið til að smíða utan um lík. Á Morrison heimilinu í Marion Bridge var til kista sem geymd voru í líkklæði, svona til vonar og vara. Hún opnaðist ætíð af sjálfri sér áður enn eitthvað þurfti í hana að sækja. En greinilegustu söguna af þesskonar „heflagangi“ hefir dr. Chreighton eftir öldruðum hjónum í Glace Bay sem heita Mr. og Mrs. Bagnall. „Þegar við vorum ung,“ sagði gamli maðurinn, „þá smíðaði maður sjálfur utanum þá framliðnu, en til þess að gjöra þetta sæmilega, þótti þurfa sérstaka hefla. Fað- ir minn, sem var smiður, hafði flutt til Bandaríkjanna. Hafði hann skilið eftir smíðatólin sín í húsinu og beðið að senda þau á eftir sér. Þau biðu albúin til ferðarinn- ar í læstu kofforti með koparspöngum. Tóm vóg þessi hirzla um 150 pund. Hún var ekkert létt, skal ég segja þér!“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.