Morgunn - 01.12.1963, Side 37
MORGUNN
111
„Nú var það eitt kalt kveld í febráar, þegar viðhjónin
höfðum, tvo um tvítugt, að við komum seint heim. Ég
átti ekkert við að kveikja upp í eldstæðinu, því við fór-
um beint í rúmið. Við vorum varla lögst fyrir þegar
við heyrðum skarkala niðri, en þar var ekkert fyrir
nema verkfæri föður míns, afar þung, í þungri kopar-
girtri kistu. Þrisvar sinnum rauf þetta þunga hljóð
þögnina. „Hvað var þetta?“ spurði konan. „0, það hefir
eitthvað raskast til þarna niðri,“ sagði ég. En ég vissi
hvað hér var á seiði og ákvað að í þetta sinn skildi ég
ná yfirhöndinni og venja smíðatól föður míns af vond-
um vana.“
„Það kom ekki að mér óvörum morguninn eftir þegar
föðurbróðir minn kom og sagði lát afa míns. Kvaðst
hann ætla að smíða utanum gamla manninn og falaði
hefla föður míns til verksins.
Eg synjaði honum um lánið, sagðist vera búinn að búa
um koffortið, sem satt var, og það yrði strax að komast
af stað til föður míns. „Ég fæ þá hefla hjá John Hardy,“
sagði frændi. Þangað var 20-mínútna gangur og þangað
fór hann fýluferð. Heflarnir voru í láni í 12 mílna fjar-
lægð. „Ég fer að finna McKinnon,“ sagði karl þá, og
nú skammaðist ég mín, því að til McKinnons voru þrjár
mílur og engir bílar í þá daga. Ég hefði getað náð hefl-
unum úr kofforti föður míns á fáum mínútum, en ég
vildi komast hjá að hleypa þeim í líkkistufjalirnar. Mér
fannst endilega að ef þeir yrðu af sprettinum í þetta
sinn myndu þeir kannske þegja um návist dauðans þar
eftir.“
„Aftur kom frændi tómhentur, og nú var klukkan
orðin þrjú eftir hádegi. „Ég má til að fara að byrja á
kistunni,“ sagði hann, „og ég verð að komast af án hefl-
anna.“ Ég vissi að slíkt var ómögulegt, opnaði nauðugur
koffortið og fékk honum heflana. En ég beið ekki boð-
anna að koma frá mér koffortinu eftir þetta, um það
máttu vera viss. Lögberg-HeLmskringla 10. okt. 1963.