Morgunn - 01.12.1963, Síða 42
116
MORGUNN
dómum. Sárafáir þeirra manna,. sem snúa baki við spíri-
tismanum vegna miðlasvikanna, hafa lagt það á sig, að
rannsaka sönnunargögnin samvizkusamlega ogaðmennt-
aðra manna hætti. Það segir sjálft, að ef til eru ósvikin
fyrirbrigði, þá eru svikin fyrirbrigði einnig til. Að svik-
in fyrirfinnast, sannar auðvitað ekkert til né frá. Svik
hafa margsinnis sannast á miðla fyrir líkamleg fyrir-
brigði, en það er vert að gefa því gaum, að sumir þeirra
ágætu manna, sem rannsökuðu Eusapíu Palladino og
komust að svikum hjá henni, voru algerlega sannfærðir
um, að hún sviki ekki fyrirbrigðin að staðaldri. Er það,
þegar öllu er á botninn hvolft, óeðlilegt, að menn grípi
til nokkurra blekkinga, til þess að bæta upp þverrandi
kraft? Ég hefi enga tilfinningalega ástæðu til að trúa,
að líkamleg fyrirbrigði þessarar tegundar geti verið sönn,
því að þau virðast ekki segja neitt um það, hvort látinn
lifir, en ég er fjarri því að ætla, að öll þessi fyrirbrigði
séu svikin. Mér er t.d. ómögulegt að trúa því, að D.D.
Home hafi verið svikari fyrst aldrei komust upp um
hann svik á öllum hans ævintýralega ferli.
Hin hugrænu fyrirbrigði miðilsgáfunnar eru miklu
þýðingarmeiri í sambandi við spurninguna um líf eftir
líkamsdauðann, og það þarf til þess bæði fordóma og
þekkingarleysi, að afgreiða þau sem bull eða svik, sem
tilviljanir eða trúgirni.
En það eru önnur andmæli gegn spíritismanum, sem
ég hefi samúð með. Um það efni vitna ég til annarrar
bókar eftir mig, („The Armour of Soul.“ James Clark,
London 1957):
„— Það er ekki sérstaklega sennilegt, að óskin eftir
að framlengja það líf, sem vér lifum á jörðu, rætist.
Trúi maður ekki á Guð, er fánýtt að óska eftir fram-
haldslífi. Slíkur maður hefir enga tryggingu fyrir því,
að annað líf verði betra en þetta. Og trúi maður ekki á
Guð — siðræna stjórn og markmið í alheiminum, þá er
engin ástæða til að ætla, að framhaldslíf, jafnvel góðra