Morgunn


Morgunn - 01.12.1963, Síða 47

Morgunn - 01.12.1963, Síða 47
MORGUNN 121 eðlishvöt.“ Hvorutveggja þau orð eru ekkert annað en nöfn á því, sem vér vitum ekkert um. Það út af fyrir sig, að tilraunir hafa leitt í ljós hæfileika til að geta rétt á spil, varpar litlu eða engu ljósi á miðilsgáfuna. 1 þessum spilagátu-tilraunum reynir einn að hafa áhrif á huga annars manns. Fáir einir virðast hafa verulegan hæfileika í þessa átt, og fjarhrif þau sem þannig sýnast leidd í ljós, eru harla ólík þeim ,,fjarhrifum,“ sem koma í ljós hjá miðlum. Ef fyrirbrigði miðilshæfileikans, og þar með talið það að miðillinn segir rétt til um hluti, sem fundargestum var með öllu ókunnugt um áður, ber að skýra sem fjarhrif frá lifandi mönnum, þá eru það fjarhrif miklu merkilegri en þau, sem tekizt hefir að leiða í ljós með spilagátutilraunum. Þá ætti miðillinn að hafa hæfileika til að finna í fólksmergðinni einmitt þann, sem yfir hinni eftirsóttu vitneskju býr! Á það er stund- um bent, að séu menn yfirleitt gæddir yfirvenjulegum hæfileikum, þá getum vér ekki sett slíkum hæfileikum nokkur takmörk. Þetta gæti veiúð réttmætt svar gegn því, að slíkt afrek miðils væri hugsanlegt. En það miss- ir marks í þessu sambandi, því að enginn vísindamaður tekur á rannsóknasviði sínu flókna skýringu fram yfir hina einfaldari, og hann gerir ekki ráð fyrir einhverju ósönnuðu, þegar hann getur skírskotað til einhvers, sem hann þekkir og veit. 1 Chaffin-erfðaskrár-málinu (frá því var sagt í síð- asta hefti Morguns, ritstj.) er sú skýring t.d. miklu ein- faldari, að þar hafi hinn látni Chaffin beinlínis verið að koma á framfæri vitneskju um síðari erfðaskrá sína, en að sonur hans hafi verið gæddur einhverjum óskap- lega leyndardómsfullum hæfileika til að afla sér þeirrar vitneskju, sem varð honum í hag að finna. Menn geta aðhyllzt hina flóknari tilgátu aðeins ef þeir hafa áður af einhverjum rökum verið sannfærðir um,, að það sé óhugsandi að menn lifi líkamsdauðann. Ef Chaffin-erfða-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.