Morgunn


Morgunn - 01.12.1963, Page 54

Morgunn - 01.12.1963, Page 54
Dr. Kristian Schjelderup, biskup í Hamri: Kristindómurinn og önnur trúarbrögð ★ Dr. Kristian Schjelderup er langkunnastur norskra bisk- upa þeirra er nú eru á lífi. Æviferill hans hefir verið margbreytilegur. Hann var lengi skólamaður og vegna afarfrjálslyndra trúarskoðana var honum neitað um lélegustu prestsembætti í Noregi. Vafalítið er, að hann hefði náð kosningu í prestaköllum, ef almennar kosn- ingar væru þar viðhafðar. En kirkjustjórnin, sem veit- ingavaldið hafði og hefir, tók ekki í mál, að veita honum prestakall. Á styrjaldarárunum síðustu var hann hart leikinn í fangabúðum nasistanna i Noregi. Þar öðlaðist hann sterka trúarreynslu og gerðist jákvæðari en fyrr í garð kristindómsins. Og eftir lok styrjaldarinnar gerð- ist það, sem enginn hefði trúað fyrr, að honum, sem aldrei hafði fengið hið lélegasta prestsembætti, vegna frjálslyndra trúarskoðana, var boðið biskupsembættið í Hamars-stifti, og tók hann þvi. Fjarri fer þvi, að biskupsdómur hans hafi verið stormalaus. Hann hefir hvað eftri annað lent í miklum deilum um trúmál og guðfræði. Einkum meðan próf. Hallesby stóð uppréttum fótum og mest var hlustað á helvítisboðskap hans og brennisteinskristindóm í Noregi. Á liðnu ári gaf Schjelderup biskup út bók, sem hann nefnir „Veien jeg maatte gaa“: Vegurinn, sem ég hlaut að ganga. Bókin er saga sjálfs hans, segir frá slcoðun- um hans í dag og hvernig þær hafa þroskazt. Or þeirri bók hefi ég með leyfi hans þýtt kaflann, sem hér fer á eftir: Hefir kristindómurinn sérstöðu meðal trúarbragðanna? Eða hafa þeir á réttu að standa, sem segja að öll trúar- brögðin, hvert á sinn hátt, séu „jafnsönn" eða jafngóð“?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.