Morgunn - 01.12.1963, Qupperneq 61
MORGUNN
135
Og Swami Krishna Dayal Giri hafði líka undarlega
sterk áhrif á mig. Fágætur maður var hann. Einn há-
menntaðasti, göfugasti og trúaðasti maður, sem ég hefi
kynnzt.
Hann var fágætur mannúðarmaður og umhyggja hans
fyrir öðrum var aðdáanleg. Hvernig umhyggja hans var
fyrir mér, meðan ég dvaldist í klaustri hans, minnti á
það,, sem sagt er um gestrisni og gistivináttu á löngu
liðnum öldum. Sífellt var hann að láta spyrja um, hvern-
ig mér liði. Fyrir sérhverja máltíð lét hann spyrja mig,
hvers ég óskaði að neyta. Hann var hræddur um, að
Norðmanninum myndi ekki falla til lengdar grænmetið,
sem borðað var eingöngu í klaustrinu. Þessvegna sendi
hann í nágrennið eftir fiski fyrir mig og lét jafnvel
einu sinni setja kjöt á matborð mitt.
Vegna gistivináttunnar braut hann þannig helgar regl-
ur klaustursins.
*
Aldrei mun ég gleyma samræðum, er ég átti við hann
einu sinni, er hann sendi eftir mér snemma morguns.
Hreyfingarlaus sat hann á hvílubekk sínum að búddha-
mannasið, næstum nakinn, sveipaður hvítum dúki einum
um lendar sér. Ásjóna hans lýsti fágætum hreinleika,
augun djúp og gáfuleg. Allan tímann, meðan ég sat hjá
honum, voru menn að koma og fara. Menn hneigðu sig
fyrir honum til jarðar, til þess að tjá honum hollustu-
kveðju morgunsins. En sjálfur virtist hann ekki gefa
þessu nokkurn gaum.
Við töluðum saman um raunveruleika guðsþekk-
ingarinnar og möguleika mannsins til að ná einingu við
guðdóminn.
„Leggið stund á fræði Vedantabókanna, sagði hann,
því að þar er lykilinn að guðslífinu að finna. í og með
þekkingunni á einingu Guðs og manns verður Guð að