Morgunn - 01.12.1963, Síða 70
144
MORGUNN
„Deutscher Zweig“ (þýzk grein) á „World Congress of
Faiths‘“ (alheimsþingi trúarbragðanna), sem Sir Francis
Younghusband stofnaði. Og margar hliðstæðar tilraunir
er verið að gera í Austur-Asíu, Indlandi, Ameríku og
Evrópu. |
Þessi viðleitni er afar þýðingarmikil einmitt á vorum
dögum, þegar lituðu þjóðrnar eru hver af annarri að fá
sjálfstæði og múhameðstrú, hindúasiður og búddhadómur
vinna ákaflega á. Það, að hin margvíslegu trúarbrögð
gætu mætzt í gagnkvæmri virðingu og gagnkvæmum,
heiðarlegum skilning hvert á öðru, ætti að geta orðið til
þess að auðga mannkynið allt.
Og vera kynni, að einmitt slíkt samstarf, þar sem á-
gætir fulltrúar trúarbragðanna ættu samstarf, samræð-
ur og náin kynni, gæti opnaðkristindóminumnýjamögu-
leika til þess að sannfæra heiminn um þann sigrandi
kraft, sem býr í sjálfsfómandi kærleika Krists.
Þessum kafla bókarinnar, Vejen jeg maatte gaa, lýkur
Kr. Schjelderup með tilvitnunum í kafla úr ræðum Dag
Hammerskjölds, sem birtar voru í síðasta hefti Morguns
og verða þvi ekki endurteknar hér.
J. A. ]>ýddi.