Morgunn - 01.12.1963, Qupperneq 71
Sálarfriður, sannfæring um annað líf
★
Á dögum elztu kristni, meðan menn lifðu enn í ná-
lægð við upprisufyrirbrigðin, og þó raunar fram eftir
öldum, héldu menn í rauninni páska í fimmtíu daga.
Allur tíminn frá páskum og til hvítasunnu var kallaður
fagnaðartíminn, og vegna þess að sérstök helgi hvíldi
yfir þeim tíma í hugum manna, var leitað þess, að láta
sem flestar helgar athafnir, eins og skírn manna, fara
fram á þeim tíma. Menn lifðu þessar vikur allar bein-
línis í andrúmslofti páskanna og héldu fagnaðartíma í
50 daga.
Nú er þetta mjög orðið breytt. Páskafögnuðurinn hef -
ir fölnað. Eldurinn hefir kulnað.
0g þó er þessu að nafninu til, en raunar að nafninu
einu, haldið við í helgisiðum kirkjunnar.
Einn þeirra manna, sem getið er í guðspöllunum, er
postulinn Tómas. Efasemdamaðurinn í hópi postulanna,
hefir hann að jafnaði verið nefndur, og þó að verulegu
leyti ranglega. En af honum hafa aðrir efasemdarmenn
fengið nafn og verið nefndir Tómasar, og tilhneigingin
til efasamda verið kölluð „Tómasareðli.“
Vissulega var Tómas efasamdamaður, en efasemda-
maður var hann engan veginn einn meðal postula Krists.
Það verður hverjum auðsætt, sem les guðspjöllin vand-
lega og hugsar.
Þegar konurnar, sem fyrstar eru sagðar vottar upp-
risunnar, komu fagnandi með boðskap sinn, fagnandiog
þó óttaslegnar af því, sem fyrir þær hafði borið, og
sögðu: „Kristur er upprisinn... . Vér höfum séð Drott-
10