Morgunn


Morgunn - 01.12.1963, Page 72

Morgunn - 01.12.1963, Page 72
146 MORGUNN in,“ þá segir guðspjallið, að orð þeirra hafi látið eins og hégómaþvaður í eyrum postulanna. Takið vel eftir þessu: Ekki í eyrum Tómasar eins, heldur í eyrum lærisveinanna og postulanna allra. Hvor- ugur þeirra Péturs eða Jóhannesar, sem vera má að konumar hafi fyrst sagt frá upprisunni, gátu trúað fyrr en þeir urðu vottar að undrinu sjálfir. Og á líkan hátt virðist öllum postulunum hafa farið. Sama máli, og ekki öðru gegnir um Tómas. Hann var ekki viðstaddur þar sem Kristur birtist lærisveinunum fyrst, en þegar hann kemur og þeir segja honum frá, neitar hann algerlega að trúa fyrr en hann verði sjálfur vottur þessa undurs. Hann kveður aðeins fastar að orði en hinir lærisveinamir og segir, að fái hann ekki að þreifa á sáramerkjum krossfestingarinnar álíkamaJesú, muni hann alls ekki trúa. Og hvað er um vinina tvo, sem fóru fótgangandi úr Jerúsalem út til Emmaus að kveldi páskadags? Sama máli gegnir um þá. Þeir hafa heyrt frásögu kvennanna, sem fyrstar höfðu að gröfinni komið og séð Krist. En þá sögu hafa þeir að engu og þeir leggja engan trúnað á hana fyrr enn þeir lifa sjálfir hið stóra undur, að hinn upprisni brýtur sjálfur fyrir þá brauðið í Emmaus. „Tómas var efasemdarmaður,“ — er stundum sagt með nokkurri ógleði. En það er víst, að um það var hann í nokkuð göfugum félagsskap. Þar er hann hvorki meira né minna en í samfélagi við postulana alla, að því er séð verður af guðspjöllunum ef þau eru lesin með at- hygli. Og við aðrar heimildir um þessi efni er ekki að styðjast. Hér er ekkert sérstakt „Tómasareðli“ um að ræða, heldur um mannlegt eðli yfirleitt, meðfædda tregðu til að trúa því, sem ekki verður höndum um farið eða augum greint. Ug segi þetta engan veginn Tómasi eða postulunum hinum til hnjóðs eða ámælis. Einmitt efi þeirra og það að þeir gátu ekki trúað skilyrðislaust, gerir upprisufrá-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.