Morgunn - 01.12.1963, Qupperneq 78
152
MORGUNN
liðinna kynslóða fengu ekki rennt stoðum undir hnign-
andi trú manna á líf eftir líkamsdauðann.
Til þess að vinna það mikla verk, þarf miklu meiri
varfærni en oft hefir verið beitt, og áreiðanlega að
ýmsu aðrar rannsóknaraðferðir í dag en þær, sem dugðu
fyrir heilli og hálfri öld. Vér megum ekki undrast, þótt
sitt hvað, sem þótti algild sönnun fyrir framhaldslífi
áður fyrr, sé léttvægt sönnunargagn eða jafnvel að engu
nýtt í dag.
Þeir, sem nú stunda parapsychologie í ýmsum menn-
ingarlöndum og við ýmsa háskóla í Evrópu og Ameríku,
viðurkenna engan veginn allar rannsóknaraðferðir og
því síður allar niðurstöður sálarrannsóknamannanna
gömlu. En þeir virðast stefna hægt og hægt í sömu átt.
Þeir leggja engan veginn eins mikið upp úr sönnunar-
gildi miðilsstarfsins og oft var áður gert, þótt engan
veginn sé með því sagt, að skýringar þeirra muni reyn-
ast haldbetri, þegar fram í sækir. En þeir eru að stað-
festa og leiða í dagsljósið sannanir fyrir hæfileikum
mannssálarinnar, sem sterklega benda til þess, að ekki
séu háðir líkamslífinu, því ekki ástæða til að ætla, að
deyi með því.
Þessvegna eru þeir að vinna gott verk, dýrmætt verk
fyrir nútímakynslóðina, sem þráir frið — sálarfrið —
en finnur ekki vegna þess að hún á ekki sannfæringuna
um líf að baki líkamsdauðans. En sannfæringin um ann-
að líf er leið til sálarfriðar, og miklum fjölda manns er
sú sannfæring eina færa leiðin.
Svo reyndist postulum drottins. Svo reynist milljón-
um manna enn í dag.
Jón AuSuns.