Morgunn


Morgunn - 01.12.1963, Side 82

Morgunn - 01.12.1963, Side 82
156 MORGUNN ári, fyrir fjölda manna og kvenna. Þar er gengið úrskugga um, hverjir hafi hæfileika til þess að vera huglæknar. Þeir, sem valdir eru úr, verða aukafélagar í sambands- félaginu og starfa um sinn með reyndum huglæknum, þar til þeir þykja einfærir um að stunda þessar lækn- ingar, og fá þeir þá viðurkenningu félagsins. Síðan 1946 hefir Harry Edwards haft lækningasetur sitt í úthverfi Lundúna. í sumar lét hann þess getið, að á þessum 16 árum hafi sér borist vottorð frá rúmlega 30.000 sjúklingum, sem hafa fengið hjá sér algeran bata á ótal sjúkdómum, sem taldir voru ólæknandi. En svo eru auk þess allir hinir, sem fengið hafa lækningu á ýmsum kvillum, auk þeirra, sem hafa fengið aðsendan kraft, eða firðlækningu, en engri tölu verður á það kom- ið hve margir þeirra hafa læknast. En til þess að sýna hver aðsóknin er, má geta þess, að seinustu árin hefir lækningastöð Edwards borist að meðaltali rúmlega 1000 bréf á viku frá mönnum, sem biðja hann um að senda sér læknishjálp. Þessir menn eru ekki aðeins í Bret- landi, heldur dreifðir um öll lönd brezka samveldisins, og þó ýmis önnur lönd, sérstaklega Bandaríkin. „Þegar þess er nú gætt,“ segir Edwards, ,,að hér er aðeins um eina huglækningastöð að ræða, en nú eru þúsundir hug- lækna hér á landi, þá má öllum vera ljóst, að það er mikill fjöldi manna, sem læknast árlega.“ Um afstöðu almennings á Bretlandi til huglækninga, nefna eitt dæmi, sem hlýtur að vera öruggt. Brezka út- varpið efndi til sjónvarpsumræðufundar um huglækn- ingar og bauð Edwards þangað. En hann var þar ofur- liði borinn vegna þess hve margir voru til móts. Þá brá svo við, að mótmælabréfum rigndi yfir útvarpið út af því að það hafði verið hlutdrægt. Kvað svo rammt að þessum aðsúg, að útvarpinu leizt ekki á blikuna. — En hvað gerði það þá? Það efndi til sérstakrar skoðunar- könnunar um land allt. Slík skoðanakönnun kostar þús- undir sterlingspunda, og til hennar er ekki gripið nema
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.