Morgunn


Morgunn - 01.12.1963, Page 85

Morgunn - 01.12.1963, Page 85
MORGUNN 159 um skeið, kynnti sér lækningarnar og tók sjálfur þátt í þeim. Og þá kom í ljós að hann hafði þá hæfileika að geta náð sambandi við ósýnilega hjálpendur. Hann gat læknað. Nú gerðist hann prestur við Cavendish-kirkjuna í Manchester. Kirkjan þar rúmaði 2000 manns, en í söfnuðinum voru aðeins 40 hræður. Hann hóf að pré- dika og lækna í kirkjunni og eftir skamma hríð hafði söfnuðurinn aukist svo, að í honum var 400 manns, en kirkjan var alltaf full af áheyrendum og margir þeirra komnir til að leita sér lækninga. „Huglækningar eru guðs gjöf til allra barna sinna, án tillits til hörundslitar eða trúarbragða, og engin ein kirkjudeild getur nokkurn tíma tileinkað sér þær einni,“ segir Edwards. „Guð leggur ekki sjúkdóma á menn, en hann læknar sjúkdóma fyrir milligöngu huglækna og græðara. Það er ekki hægt að kaupa lækningakraftinn, né læra að verða huglæknir. Það er sérstök gáfa, sem aðeins nýtur sín hjá þeim, sem hæfileika hafa til þess að komast í samband við græðarana. En sá hæfileiki get- ur leynzt með hvaða manni sem er, af hvaða þjóðflokki sem hann er og hvaða trúarbrögð sem hann aðhyllist." Mennirnir eru stöðugt í sambandi við önnur tilveru- svið. Þaðan kemur þeim innblástur og innsæi. Á vorri tungu kemur viðurkenning þessa fram í daglegu tali þegar menn segja: Mér datt í hug — það var eins og því væri hvíslað að mér — mér flaug í hug — þeirri hugsun skaut upp í hug mér — mér var blásið því í brjóst — því laust eins og eldingu í hug mér o. s. frv. öll þessi orðtæki sýna, að hugsunin hefir komið skyndilega og óvænt og viðkomandi á sjálfur ekki neinn þátt í sköpun hennar. En á þennan hátt munu mönnun- um hafa borist allar snjöllustu uppgötvanir. Ekki eru allir jafn næmir fyrir þessu, en þeir sem þar skara fram úr, geta orðið meðalgöngumenn sjúklinga og L
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.