Morgunn - 01.12.1963, Page 85
MORGUNN
159
um skeið, kynnti sér lækningarnar og tók sjálfur þátt í
þeim. Og þá kom í ljós að hann hafði þá hæfileika að
geta náð sambandi við ósýnilega hjálpendur. Hann gat
læknað. Nú gerðist hann prestur við Cavendish-kirkjuna
í Manchester. Kirkjan þar rúmaði 2000 manns, en í
söfnuðinum voru aðeins 40 hræður. Hann hóf að pré-
dika og lækna í kirkjunni og eftir skamma hríð hafði
söfnuðurinn aukist svo, að í honum var 400 manns, en
kirkjan var alltaf full af áheyrendum og margir þeirra
komnir til að leita sér lækninga.
„Huglækningar eru guðs gjöf til allra barna sinna, án
tillits til hörundslitar eða trúarbragða, og engin ein
kirkjudeild getur nokkurn tíma tileinkað sér þær einni,“
segir Edwards. „Guð leggur ekki sjúkdóma á menn, en
hann læknar sjúkdóma fyrir milligöngu huglækna og
græðara. Það er ekki hægt að kaupa lækningakraftinn,
né læra að verða huglæknir. Það er sérstök gáfa, sem
aðeins nýtur sín hjá þeim, sem hæfileika hafa til þess
að komast í samband við græðarana. En sá hæfileiki get-
ur leynzt með hvaða manni sem er, af hvaða þjóðflokki
sem hann er og hvaða trúarbrögð sem hann aðhyllist."
Mennirnir eru stöðugt í sambandi við önnur tilveru-
svið. Þaðan kemur þeim innblástur og innsæi. Á vorri
tungu kemur viðurkenning þessa fram í daglegu tali
þegar menn segja: Mér datt í hug — það var eins og
því væri hvíslað að mér — mér flaug í hug — þeirri
hugsun skaut upp í hug mér — mér var blásið því í
brjóst — því laust eins og eldingu í hug mér o. s. frv.
öll þessi orðtæki sýna, að hugsunin hefir komið
skyndilega og óvænt og viðkomandi á sjálfur ekki neinn
þátt í sköpun hennar. En á þennan hátt munu mönnun-
um hafa borist allar snjöllustu uppgötvanir.
Ekki eru allir jafn næmir fyrir þessu, en þeir sem þar
skara fram úr, geta orðið meðalgöngumenn sjúklinga og
L