Morgunn - 01.12.1969, Blaðsíða 8
Eggert P. Briem:
Hvernig Einar H. Kvaran
kynntist sálarrannsóknunum
☆
Þótt seint sé, langar mig til að segja hér frá því, hvernig
Einar H. Kvaran kynntist fyrst sálarrannsóknunum, eins og
hann sagði mér sjálfur eitt sinn er við hittumst, að því er
mig bezt minnir á árinu 1933, þó það hafi getað verið einu
eða tveimur árum síðar.
Hann hefur sjálfsagt sagt þetta fleirum, en ég hef ekki
orðið þess var, að sagt hafi verið frá því áður á prenti, nema
lauslega í ræðu séra Kristins Daníelssonar, præp. hon., um
Einar H. Kvaran látinn, sem flutt var á minningarhátíð í
S.R.F.l. 15. júní 1938 (,,Morgunn“ 19. árg. 1938, bls. 148)
og nánar er getið síðar í þessari grein. Þess vegna tel ég rétt
að biðja ,,Morgunn“ að birta frásögn þessa nú, svo að hún
geymist á þeim stað, sem ég efa ekki að Einar H. Kvaran
hefði helzt viljað að hún geymdist.
En hvers vegna að fara að segja þessa sögu nú? Er það
út af fyrir sig svo merkilegt mál, að ástæða sé til slíks? Ég
tel tvímælalaust að svo sé, og það er af þeirri ástæðu, sem
nú skal greina.
Árið 1965 kom út hér í Reykjavík mikið verk um Gest
Pálsson, ævi hans og verk, eftir Svein Skorra Höskuldsson,
lektor.
Ritdómur um þessa bók kom í ,,Morgunblaðinu“ 25. nóv.
1965, eftir Erlend Jónsson, aðalritdómara blaðsins. Þar er
m. a. rætt um „lifshlaup Verðandimannanna fjögra“. Eins
og kunnugt er, voru hinir f jórir svokölluðu ,,Verðandimenn“
þeir Gestur Pálsson, Bertel E. Ó. Þorleifsson, Einar Hjör-
leifsson og Hannes Hafstein. Er frá því skýrt í ritdómnum,