Morgunn - 01.12.1969, Blaðsíða 9
MORGUNN
91
að hinn yngsti þeirra hafi lokið laganámi, horfið heim til Is-
lands og gerzt konunglegur embættismaður, o. s. frv. Er hér
að sjálfsögðu átt við Hannes Hafstein. Síðan segir svo í rit-
dómnum:
„Lífsferill hinna þriggja varð með nokkrum öði’um
hætti. Einn strikaði beint til Vesturheims, komst þar
í kynni við andatrú — sem var svo f jarskyld raunsæis-
stefnu sem hugsazt gat — barst þaðan heim til íslands,
frelsaður maður“.
Það er ekki um að villast, að hér er átt við Einar H. Kvaran,
þótt ekki sé hann nafngreindur. Eigi hirði ég um að rekja
hér frekar það, sem sagt er um Bertel eða Gest, enda kemur
það þessu máli ekki við.
Mér þótti hér vera tekið drjúgt upp í sig um Einar H.
Kvaran, og þar eð ég vissi að ekki var rétt með farið, vildi
ég ganga úr skugga um, hvort einhver ummæli um Einar H.
Kvaran í bók Sveins Skorra gæfu ritdómaranum tilefni til
slíkra fullyrðinga.
Að sjálfsögðu kemur Einar H. Kvaran mjög við sögu þeg-
ar ritað er um Gest Pálsson, vegna vináttu þeirra og sam-
starfs í Kaupmannahöfn og síðari samskipta þeirra í Winni-
peg, þótt þeir væru þá ekki lengur samstarfsmenn, heldur
frekar andstæðingar, báðir ritstjórar, annar „Heimskringlu“
(G. P.), hinn „Lögbergs“ (E. H. K.) og því á öndverðum
meiði í ýmsum efnum. En það kemur ekki þessu máli við.
Að því er ég get bezt séð, er aðeins á tveim stöðum í bók-
inni um Gest Pálsson vikið að trúmálum og spiritisma í sam-
bandi við Einar H. Kvaran. Það er á bls. 238—39 í fyrra
bindinu og á bls. 382 í hinu síðara. Á bls. 238—39 segir svo:
„Með mikilli varúð ber einnig að taka vitnisburði Ein-
ars H. Kvarans, að Gestur hafi undir lokin verið tek-
inn að hallast að kirkjunni aftur. Þeirri skoðun and-
mæla raunar þær greinir Gests um trúarefni, sem rakt-
ar hafa verið. Það gægist fram í grein Einars, að hon-
um hefur ekki verið óljúft að hugsa sér þróunarferil