Morgunn - 01.12.1969, Blaðsíða 65
MORGUNN
145
hana kasta flösku, sem brotnaði í göngunum, en hvort hún
hefur gert þetta sjálfrátt, eða ósjálfrátt, vitum við ekki.
Þar á móti er flest af því, sem ég sá og heyrði þannig
lagað, að hún gat alls ekki gert það á nokkurn skiljanlegan
hátt, og sama má segja um flest af því, sem ég hef talið hér
að framan og aðrir hafa séð.
Ég skal nú að síðustu taka það fram, að í þessa 3 daga,
er ég dvaldi í Hvammi, gat ég ekki orðið þess var, að nokk-
ur maður stæði í sambandi við þetta, nema Ragnheiður,
eins og áður er að vikið.
Líka skal ég geta þess, að ég stend fullkomlega í þeirri
meiningu, að henni sé samband þetta ósjálfrátt, og það þyk-
ist ég alveg viss um, að henni fellur þetta mjög illa; ég tók
eftir því, að í hvert sinn, er einhverju var kastað eða högg
heyrðust, hrökk hún við eða tók kipp, enda hygg ég að hún
sé ekki kjarkmikil.
Af því þessir kynlegu viðburðir eru svo fátíðir hér um
slóðir, myndast út af þeim ýmsar sögur, sem svo breytast
og aflagast, mann frá manni, og verða því að nokkrum tíma
liðnum blandaðar svo miklum ósannindum og missögnum,
að ómögulegt mun að vita hvað satt er eða ósatt, og fannst
mér því rétt að færa það í letur sem fyrst, eins og það kom
mér og þeim, sem ég hef nafngreint, fyrir augu og eyru.
Álandi ytra, 29. marz 1913.
Hjörtur Þorkelsson.
Að það, sem að framan er ritað, sé rétt hermt, hvað nöfn
vor áhrærir, vottast hérmeð.
Þorsteinn Þórarinsson. Þorlakur Stefánsson.
GuÓlcmgur Ii. Vigfússon. ASálsteinn Jónasson.
Jóhanna Sigfúsdóttir. Pétur Metúsalemsson.
Björn OuOmundsson. Guörún Björnsdóttir.
Halldór Benediktsson. Arni Benediktsson.
Valgerður Friðriksdóttir. Snæbjörn Arnljótsson.
Borglúld Arnljótsson. Jóli. Tryggvason.
Jóhann Gunnlögsson. Davið Kristjánsson.
Jóhannes Árnason. Stefán Guðmundsson.