Morgunn - 01.12.1969, Blaðsíða 21
MORGUNN
103
izt í þessum skeytum, sem ekki hefur verið á vitorði nokk-
urs manns, en hefur eftir á reynzt vera rétt. Hvaðan átti
undirvitund miðlanna að fá þá vitneskju? Þeirri vandasömu
spurningu svöruðu sumir vísindamennirnir með einhverri
þeirri fráleitustu og ólíklegustu tilgátu, sem komið hefur
fram í þessu máli, og hafa þó margar kenningar verið frá-
ieitar og ótrúlegar. Þeir gerðu ráð fyrir, að allar endurminn-
ingar mannanna geymdust einhvers staðar utan við þá, eins
og í einhverri þró, og úr þessari þró gæti undirvitundin aus-
ið. Hvernig stóð þá á því, að aldrei var úr henni ausið nema
þegar framliðnir menn gera vart við sig? Þeirri spurningu
var aldrei svarað.
Ég vil nú leyfa mér að vitna í bókina Líf og dauði eftir
Einar H. Kvaran, sem út kom hér í Reykjavík árið 1917.
Þar segir svo:
„Vandamálið, sem fyrir framliðnum mönnum lá, var auð-
sjáanlega þetta: að kveða niður telepatíu-kenningar vísinda-
mannanna. Ekki þá kenningu, að fjarhrif gerist í raun og
veru milli jarðneskra manna. Það er ómótmælanlegt. Heldur
hitt, að allar þær sannanir, sem þeir koma með um tilveru
sína séu aðeins fjarhrif frá jarðneskum mönnum. Mörgum
finnst sem það ráð, er þeir þá tóku, sé eitthvert gáfulegasta
snilldarverkið, sem menn vita til að þeir hafi komið í fram-
kvæmd hér á jörðunni.
Þeil’ fundu upp hin svonefndu víxlskeyti. Svo er það nefnt
þegar frá sama sendanda, til hægðarauka segjum við — frá
sama framliðna manni — koma hér um bil samtímis skeyti
um sama efni hjá tveimur eða fleiri miðlum.
Eins og þið sjáið, er það ekki lítið merkilegt, þegar annað
eins og þetta kemur fyrir. En þau víxlskeyti, sem sérstak-
lega voru ætluð til að sannfæra vísindamennina, voru svo
vandlega hugsuð, að þau geta ekki annað en vakið aðdáun
manna, enda hafa þau líka gert það svo um munar. Ég skal
taka til dæmis, að miðill ritar ósjálfrátt vestur í Ameríku
setningu, sem virðist vera vitleysa. Um sama leyti ritar mið-
ill austur í Indlandi ósjálfrátt setningu, sem líka virðist vera