Morgunn - 01.12.1969, Blaðsíða 67
MORGUNN
147
eru þeir, sem gæddir eru dulhæfileikum eða ESP-hæfileik-
um á öðrum sviðum. Áhrif þeirra á teningana eru einnig
mjög mismunandi eftir því, hvernig þeir eru fyrir kallaðir.
Og aðalreglan er sú, að þeir þreytast, ef tilraunirnar eru
endurteknar mjög lengi í senn og árangurinn verður minni.
Ennfremur hefur það sýnt sig, að áhrif áfengis og ýmissa
slíkra lyfja, dregur mjög úr þessum hæfileikum þeirra. —
Þetta sama kemur og skýrt í ljós í öllum tilraunum, sem
varða ESP-hæfileika yfirleitt.
Af þessu dregur dr. Rhine þá ályktun, að mjög náið sam-
band sé á milli dulhæfileika manna yfirleitt og þessa furðu-
lega áhrifamáttar andans á hreyfingar efniskenndra og
sýnilegra hluta.
Hér að framan hef ég einkum rætt um þrjár tegundir eða
þrjá flokka þeirra fyrirbæra, sem á erlendum málum eru
venjulega nefnd P. K. eða psychokinesis, en á íslenzku mætti
ef til vill kalla dularmögn mannssálarinnar, en sjálf fyrir-
bærin hreyfifyrirbæri. En þessir flokkar eru: 1. Hreyfi-
fyrirbæri á miðilsfundum i sambandi við sérstaka miðla.
2. Ókyrrð á einstökum heimilum, þar sem svo að segja allt
er á tjá og tundri um lengri eða skemmri tíma. 3. Áhrif lif-
andi manna á hreyfingar efniskenndra hluta, sem dr.
Rhine hefur sannað að eiga sér stað. Á þessum flokkum er
allmikill munur, eins og nú skal bent á.
Hreyfifyrirbæri á fundum eru þannig, að ótvírætt er, að
þar stendur skynsemi og viljagæddur kraftur eða kraftar
að baki. Og yfirleitt bendir allt til þess, að það séu fram-
liðnir menn, sem þar séu að reyna að sanna vald andans
yfir efninu.
Um þau undur, sem á einstökum heimilum gerast að stað-
aldri um tíma, en hverfa síðan, og nefnd eru einu nafni
Poltergeists, er öðru máli að gegna. Þau fyrirbæri bera eng-
an veginn öll vott um það, að skynsemi, hugsun eða ákveð-
inn tilgangur standi að baki þeim. Mörg þeirra virðast vera
mjög handahófskennd. Þau eru og í vitund almennings ekki
10