Morgunn - 01.12.1969, Blaðsíða 53
MORGUNN
133
svo úr hófi, að fólkið treystist ekki við að búa, en varð
einskis var. Ég bjó mig út með byssu og skotfæri og var
með hlaðna byssuna fyrir framan mig um nóttina, frí við
allan ótta, því ég varð einskis var. Hvert svo sem ég gekk
um bæinn, bar ég eftir mér byssuna og bað þá að sýna áverk-
ann eftir drauginn. Ég sá þar bæði rifin föt og brotna f jalar-
spelka, svo sterka, að trauðla mundi nokkur maður, þó
sterkur væri, brotið hafa verkfæralaus, og líka sá ég við
ítrustu eftirgrennslan hnífskorið skinn, helzt voru það skór
með trébotni, er vinnumaðurinn átt hafði, og neðan á botni
öðrum þeirra rispað með einhverju laglegt A, sem var upp-
hafsstafur í nafni eigandans, því hann heitir Árni. Þetta
kenndu þeir þessari glettu, sem þeir urðu fyrir.
Svo var ég fenginn til að rífa gamla þiltötrið úr baðstofu-
skriflinu og þilja upp aftur að nýju, stautaði oftast einn á
daginn í bænum, því piltarnir voru úti við fénaðargæzlu í
fremur stirðri tíð á útmánuðum, og varð ég aldrei neins var
utan einu sinni að mér heyrðist likast því að gengið væri
heldur snúðugt um göngin fyrir framan baðstofudyr, og
gekk ég þá ofan, byssulaus í það skipti, en með ofurlitla
handöxi í hendinni, til að vita hvort þetta væri annarhvor
þeirra heimapilta, en það var ekki, því sá þeirra, sem þá var
heima, stóð yfir fénu fyrir ofan bæinn, en á þessu bar þó
eigi framar“.
Það hefur jafnan fylgt þessari sögu, að þessum undrum
hafi valdið álfkona, er bjó í öxarnúpi í berginu við djúpa
veiðitjörn, ekki langt frá bænum. Hafi synir hjónanna að
Núpi haft það að leik að velta grjóti niður brekkuna og í
tjörn þessa. Birtist álfkonan húsfreyju í draumi hvað eftir
annað, og kvað illt mundu af hljótast, ef ekki yrði komið í
veg fyrir, að drengirnir yllu sér óþægindum og tjóni. Hefur
síðan allt til þessa ekki verið veitt í þessari tjörn, og hafi
einhverjir bændur þar út af þessu brugðið, hefur það þótt
koma þeim áþreifanlega í koll og þeir því fljótt hætt veiði