Morgunn - 01.12.1969, Blaðsíða 4
86
MORGUNN
að verða frjálsir í anda — ekki síður hér á landi en í öðrum
löndum. Hugsjónir eru að rætast. Fyrir því hygg eg, að tím-
inn sé kominn til að bjóða mönnum þetta tímarit.
Okkur, sem riðnir erum við útgáfu þess, langar til að það
verði ofurlítill gluggi, er eitthvað af morgungeislum góðra
hugsjóna geti skinið gegnum, og með þeim hætti komizt inn
í sem flest heimili þessa lands.“
Ég hygg, að ekki verði véfengt, að með útgáfu Morguns,
hafi ritstjóra hans tekizt það, sem hann leggur áherzlu á
í niðurlagi ávarpsorða sinna — tekizt að opna glugga, þar
sem bjartir geislar morgunsins hafa náð að skína inn til
þjóðarinnar. Og margir eru þeir, sem vaknað hafa fagn-
andi við snertingu geislanna, fundið þá boða komu nýs dags
og lýsa dapra veröld, ekki aðeins umhverfis sig, heldur
einnig þeim sjálfum. Og þeir hafa séð bæði lífið og dauð-
ann i fegurra, bjartara og sannara ljósi en fyrr. Þetta hlut-
verk með þjóðinni hefur Morgunn reynt að rækja frá upp
hafi og til þessa dags — og hann mun halda áfram að
gera það.
Eins og áður er getið, var Einar H. Kvaran fyrsti ritstjóri
Morguns, og annaðist það starf til dauðadags, 21. maí 1938,
eða í nærfellt 19 ár. Undir forustu þessa þjóðkunna snillings
og gáfumanns, varð þetta tímarit án efa áhrifaríkara tii
breytingar á hugsunarhætti þjóðarinnar og viðhorfi til and-
legra mála en nokkurt annað tímarit í landinu. Um það hygg
ég að naumast geti verið skiptar skoðanir, hvort heldur um
fylgjendur eða andstæðinga spíritismans er að ræða.
Það var því samhuga álit stjórnar Sálarrannsóknafélags-
ins og annara félagsmanna að halda áfram útgáfu ritsins,
og tók séra Kristinn Daníelsson f. prófastur við ritstjórn þess
í bili, er þá var einnig kjörinn forseti félagsins.
Árið 1939 var séra Jón Auðuns, síðar dómprófastur í
Reykjavík, kosinn forseti Sálarrannsóknafélagsins og tók
hann þá og einnig við ritstjórn Morguns. Hefur hann verið
ritstjóri Morguns lengur en nokkur annar, eða frá 1920—