Morgunn


Morgunn - 01.12.1969, Page 4

Morgunn - 01.12.1969, Page 4
86 MORGUNN að verða frjálsir í anda — ekki síður hér á landi en í öðrum löndum. Hugsjónir eru að rætast. Fyrir því hygg eg, að tím- inn sé kominn til að bjóða mönnum þetta tímarit. Okkur, sem riðnir erum við útgáfu þess, langar til að það verði ofurlítill gluggi, er eitthvað af morgungeislum góðra hugsjóna geti skinið gegnum, og með þeim hætti komizt inn í sem flest heimili þessa lands.“ Ég hygg, að ekki verði véfengt, að með útgáfu Morguns, hafi ritstjóra hans tekizt það, sem hann leggur áherzlu á í niðurlagi ávarpsorða sinna — tekizt að opna glugga, þar sem bjartir geislar morgunsins hafa náð að skína inn til þjóðarinnar. Og margir eru þeir, sem vaknað hafa fagn- andi við snertingu geislanna, fundið þá boða komu nýs dags og lýsa dapra veröld, ekki aðeins umhverfis sig, heldur einnig þeim sjálfum. Og þeir hafa séð bæði lífið og dauð- ann i fegurra, bjartara og sannara ljósi en fyrr. Þetta hlut- verk með þjóðinni hefur Morgunn reynt að rækja frá upp hafi og til þessa dags — og hann mun halda áfram að gera það. Eins og áður er getið, var Einar H. Kvaran fyrsti ritstjóri Morguns, og annaðist það starf til dauðadags, 21. maí 1938, eða í nærfellt 19 ár. Undir forustu þessa þjóðkunna snillings og gáfumanns, varð þetta tímarit án efa áhrifaríkara tii breytingar á hugsunarhætti þjóðarinnar og viðhorfi til and- legra mála en nokkurt annað tímarit í landinu. Um það hygg ég að naumast geti verið skiptar skoðanir, hvort heldur um fylgjendur eða andstæðinga spíritismans er að ræða. Það var því samhuga álit stjórnar Sálarrannsóknafélags- ins og annara félagsmanna að halda áfram útgáfu ritsins, og tók séra Kristinn Daníelsson f. prófastur við ritstjórn þess í bili, er þá var einnig kjörinn forseti félagsins. Árið 1939 var séra Jón Auðuns, síðar dómprófastur í Reykjavík, kosinn forseti Sálarrannsóknafélagsins og tók hann þá og einnig við ritstjórn Morguns. Hefur hann verið ritstjóri Morguns lengur en nokkur annar, eða frá 1920—
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.