Morgunn - 01.12.1969, Blaðsíða 48
128
M O R GU N N
fundum. Til þess að gefa mönnum nokkra hugmynd um
þau, hef ég valið að birta kafla úr fundargerð 6. október
1947, er haldinn var í Reykjavík með miðlinum Einer Niel-
sen. Ég var sjálfur á þessum fundi og skráði þar jafnóðum
það sem gerðist, í aðalatriðum, en hreinskrifaði fundargerð-
ina daginn eftir, svo ekki á að geta farið á milli mála, að
rétt sé frá skýrt. Fundargerðin í heild er birt í Morgni
XXVIII. árg., bls. 114—117.
Þar segir svo:
,,1 fundarstofunni var háttað svo til, að á gólfinu stóð
mjög stórt borðstofuborð og voru umhverfis það sæti fyrir
15 manns. öðrum megin við borðið var sætaröðin tvöföld, og
þar á bak við, í horni næst glugga, til hægri, þegar inn er
gengið úr forstofu, sátum við séra Jón Auðuns, og vorum
því fjarst borðinu.
Á borðinu lágu eftirtaldir munir: mandólín, lúður með
áfestum lýsandi skildi, pappírsblokk, blýantur með lýsandi
efni á öðrum enda, tvær litlar dósir með nokkrum smáhlut-
um í lokaðar, glas með vatni, undirskál, ein spil, plata með
lýsandi efni á annarri hlið, lítið eitt stærri en venjuleg bók
í átta blaða broti, og loks stafprik um 75—80 cm langt.
Fundargestir skipuðu sér í sæti og síðan kom miðillinn inn
og settist við miðja hlið borðsins þannig, að hann sneri baki
við dyrum úr forstofu, en sú hurð var aflæst og stóð lykill-
inn í skránni að innanverðu."
Síðan er í fundargerðinni, sagt frá því, að samkvæmt ósk
miðilsins hafi allir tekið saman höndum þannig, að þær
lágu fram á borðið, og brýndi hann fyrir öllum að rjúfa ekki
þá keðju meðan á fundinum stæði. Næst miðlinum sátu tvær
konur, sín til hvorrar handar, er aldrei slepptu höndum mið-
ilsins á meðan fyrirbærin gerðust. Ljós var slökkt og því
myrkur í fundarherberginu, en þó auðvelt að greina fosfór-
bjarmann á þeim hlutum, sem á borðinu voru, og fylgjast
með hreyfingum þeirra.
Skömmu eftir að miðillinn virtist sofnaður, tók mjög glað-