Morgunn - 01.12.1969, Blaðsíða 26
108
MORGUNN
Síðustu boðin, sem Fletcher flutti frú Houdini frá manni
hennar, voru á þessa leið:
„Segðu það öllum heimi, að Harry Houdini lifi og vilji
sanna þá staðreynd, ekki einu sinni, heldur ótal sinnum.
Mér var það fullkomin alvara, að reyna að afsanna að til
væri líf eftir dauðann, enda þótt ég beitti til þess ýmsum
brögðum. En mér fannst rétt að gera það, sökum þess að ég
var sannfærður um, að samband við framliðna væri blekk-
ing ein.
En nú er mér það jafnmikil alvara, að koma boðum til að
leiðrétta villu mína. Segðu öllum, sem ég kann ranglega að
hafa svipt ódauðleikatrúnni, að öðlast þær vonir á ný og lifa
framvegis í þeirri vissu, að lífið heldur áfram eftir líkams-
dauðann. Þetta er boðskapur minn til allra manna, boð, sem
konan mín hefur fengið með aðstoð miðilsins, sem var tækið
til að koma þeim til hennar“.
Vegna blaðaskrifa um þetta mál kaus frú Houdini að gefa
vottfesta yfirlýsingu og birta hana opinberlega, og var hún
þannig:
„Án þess að taka tillit til nokkurra fullyrðinga um hið
gagnstæða, óska ég að lýsa því yfir, að þau skilaboð í heild
og þeirri röð, sem fyrirfram var ákveðin og ég hef fengið frá
Arthur Ford, eru þau réttu skilaboð, sem Houdini og ég
höfðum áður komið okkur saman um. — Beatrice Houdini“.
Þeir atburðir, sem hér hefur lauslega verið sagt frá, munu
ávallt teljast meðal hinna merkustu sannana um tilvist fram-
liðinna manna og þá möguleika, sem traust miðilssamband
gefur.
Árið 1916 kom út í Bandaríkjunum bók, sem séra Sveinn
Víkingur hefur þýtt á íslenzku og nefnist Dulskynjanir og
dulreynsla, eftir dr. Louise Rhine.
1 henni er sagt frá mjög merkilegu vísindastarfi próf. dr.
Rhine við Duke-háskólann í Bandaríkjunum, en bókin er
skrifuð af konu hans.
1 formála fyrir þýðingu sinni á bókinni segir séra Sveinn
Víkingur á þessa leið: