Morgunn


Morgunn - 01.12.1969, Blaðsíða 40

Morgunn - 01.12.1969, Blaðsíða 40
122 MORGUNN svo erfðasyndin og brottrekstur þeirra beggja úr Paradís. En um þetta verð ég að segja, að ég hef lúmskan grun um það, að í smiði þessarar sögu gæti heldur leiðinlegra fingra- fara karlmannsins. Og mér finnst það ekki alls kostar drengilegt, að reyna að koma allri skömminni á konuna. Ég held, að upptök syndarinnar séu enn og hafi jafnan verið engu síður hjá okkur karlmönnunum. En hvað sem um þetta er, þá verð ég að játa það hreinskilnislega, að ég fyrir mitt leyti vil helmingi heldur burðast með erfðasyndina, þó eng- an veginn sé hún eftirsóknarverð, heldur en að búa við þá hörmung, að engin kona væri til í veröldinni. Og má lá mér það hver, sem vill og getur. En nú er rétt — og jafnvel þó fyrr hefði verið — að snúa talinu að öðru efni, og þá sennilega að jólunum, vegna þess, að mér skilst, að til þess hafi í raun og veru verið ætlazt, og þessi samkoma haldin, að minnsta kosti öðrum þræði vegna þess, að jólin eru nú óðum að nálgast. Jólin eiga sér miklu lengri aðdraganda nú á dögum, og þeim fylgir miklu meiri undirbúningur og umstang, en átti sér stað í mínu ungdæmi. Það fyrsta, sem minnti okkur krakkana á, að jólin væru í nánd, var þjóðtrúin á komu jóla- sveinanna ,,níu nóttum fyrir jól“. Við sáum þá að vísu ekki í þá daga, en okkur var sagt, að þeir væru á gægjum hér og þar, á gluggum og í göngum, í búri og eldhúsi. Hinn sýnilegi undirbúningur jólanna hófst ekki fyrr en með laufabrauðs- deginum, sem var mikill dagur í augum okkar krakkanna, og hlökkuðum við jafnan mjög til komu hans. Nú eru aftur á móti þau boð, sem jólin gera á undan sér, að minnsta kosti hér í höfuðstaðnum, öllum sýnileg og áþreifanleg, svo ekki er þar um að villast. Fyrst koma jólin í verzlanirnar, og eru þegar þangað komin fyrir nokkru, þó ennþá séu nærri þrjár vikur til hátíðarinnar. En þessi jól eru sýnd en ekki gefin. Að vísu segir í auglýsingum, bæði í útvarpi og blöðum, að þetta jólaglys og jólavarningur, sé hræódýr og þess utan algjörlega ómissandi til jólanna og beinlínis lífsnauðsyn. Og blessað fólkið trúir þessu og tekur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.