Morgunn - 01.12.1969, Blaðsíða 58
138
MORGUNN
skall um yfir í baðstofu Aðalsteins, og segir þá Ólöf Arn-
grímsdóttir: ,,Nú er það tekið til“. Var þá rétt byrjað að
skíma í glugga; ég klæddi mig svo og fór yfir í baðstofuna
og hafði þá oltið um skattholsræfill, er stóð undir baðstofu-
hlið á vinstri hönd, er inn var gengið. Aðalsteinn var að
klæða sig, þegar skattholið valt um, og sagði hann, að aðrir
mundu hafa sofið í sinni baðstofu.
Þar litlu á eftir var kastað bjórakippu, er hékk á innan-
verðu eldhúsþili, fram yfir þilið, sem náði aðeins upp að bita,
og fram í bæjargang, sem er undir sama risi og eldhúsið, og
var ég þá staddur við baðstofudyr, sem eru andspænis bæj-
ardyrum og svo sem 10—12 al. göng milli þeirra; ég hjólp
strax fram og gat ekki séð nokkurn mann, eða skilið, að
nokkur maður hefði getað komizt burt á svo stuttum tíma.
Stuttu þar á eftir kom ég í búrið og hafði þá verið velt þar
um tunnu, er stóð á sléttu gólfinu, og þurfti til þess talsvert
átak, því tunnan var nokkuð meira en hálf af skyrblöndu.
Ekki sá ég þegar tunnan valt um.
Tveggja rúða gluggi var á suðurhlið baðstofu yfir skatt-
holinu, sem áður er nefnt, og hrukku báðar rúðurnar úr hon-
um út í bæjarsund, önnur heil, hin brotin, var líkast að kast-
að hefði verið í hana; ekki var ég þá í baðstofu og hef því
annarra sögusögn, en sá rúðuna og brotin utan við gluggann.
Ég þóttist nú hafa veitt því eftirtekt, að þetta, sem við
hafði borið, væri flest í sama herbergi eða nálægt Ragnheiði,
og veitti ég henni því sérstaka eftirtekt og öllum hennar
hreyfingum. Hún var nú látin bera diska með mat á framan
úr búri; ekki þori ég að fullyrða, að hún hafi haft diska í
báðum höndum, þó minnir mig að svo væri, og gekk ég á
eftir henni inn í baðstofuna; veltur þá skattholið fram á
góifið rétt við tærnar á mér, en hún var þá komin á mitt bað-
stofugólfið, og engir aðrir til í baðstofunni.
Eftir að við höfðum borðað morgunverð, fór Ragnheiður
að þvo húsgóifið; tók þá Jóhanna hálstrefil prjónaðan, er
ég átti og hafði lagt á borðið í húsinu, og lagði hún hann
fram á skattholið og var þar skuggsýnt, því að stungið hafði