Morgunn - 01.12.1969, Blaðsíða 71
Sveinn Víkingur:
Peningar
☆
Ég hygg, að ekki sé ofmælt, að á þessum tímum snúist
hugsun manna og tal hér á landi meira um peninga en
nokkra aðra hluti undir sólinni. Þetta er þó ekkert sérkenni
okkar litlu þjóðar. Sennilega er þetta orðið svona um allar
jarðir. Svo að segja allir skapaðir hlutir eru metnir til pen-
inga og miðaðir við þá.
En hjá okkur er þetta peninga sjónarmið tiltölulega ungt.
Það hefur ekki orðið algengt og ríkjandi fyrr en á síðustu
áratugum, eftir að almenn velmegun og margþættai’a við-
skiptalíf og brask hélt hér innreið sína. Fyrir aldamótin
fundust ekki peningar nema þá í örfárra manna vösum á
þessu landi. Vasar fiestra voru tómir og höfðu verið það
um aldir. Og það var varla von, að hugsun og tal manna
snerist verulega um það, sem ekki var til, og fæstir höfðu
séð, hvað þá eignazt.
Að vísu hafa jafnan verið til hér á landi menn, sem áttu
allmikinn auð i jörðum og gangandi fé, en silfur og gull var
sjaldséður f jársjóður og aðeins til í fárra eigu, og þá venju-
lega geymdur á kistubotni eða í handraða, vendilega varð-
veittur og falinn augum almennings.
Allvíða í Islendingasögum getur þó bænda, sem áttu silf-
ur í sjóði, misjafnlega fengið að vísu þá og ekki síður en nú
á dögum. Og sjálfsagt hafa ýmsir, einnig á þeirri tíð, hugs-
að um peninga, þótt silfrið fagurt og þráð að eignast það.
Á einum stað í okkar fornu sögum kemur þó fram, að litið
er á peninga frá nokkuð sérkennilegri en þó harla athyglis-
verðri hlið, sem ég sé ástæðu til að vekja hér athygli á. Þar