Morgunn - 01.12.1969, Blaðsíða 50
130
MORGUNN
því á fundinum, að verið væri að troða samanvöðluðu papp-
írsblaði í barm sinn. Eftir fundinn kom í ljós, að blað þetta
var úr pappírsblokkinni, og að á það hafði verið teiknuð
meðal annars mynd af séra Jóni Auðuns, og svo vel gerð, að
vel mátti þekkja.
Þessa frásögn verð ég að láta nægja varðandi þau hreyfi-
fyrirbæri, sem gerast í sambandi við miðla. Benda má þó á
hreyfingar „andaborðs“, sem margir munu kannast við.
Verður slíkt í raun og veru að teljast til þessara fyrirbæra.
1 íslenzkum þjóðsögum úir og grúir af frásögnum um fyr-
irbæri svipaðra tegunda. Og mörg dæmi bæði forn og ný af
nálinni eru til um það, að smáhlutir hafa skyndilega horfið
svo að segja út úr höndunum á mönnum og ekki fundizt,
hversu sem leitað var, en síðan fundizt á sama stað litlu
seinna, eins og hefði þeim beinlínis verið skilað aftur.
Einna stórfelldust þessara fyrirbæra eru þó þau, sem á
erlendum málum eru nefnd Poltergeists, og ef til vill mætti
nefna fítonsanda á islenzku, og eru í því fólgin, að á heimil-
um tekur skyndilega að bera á því, að hlutir taka að hreyf-
ast úr stað sjálfkrafa, ýmsu er fleygt í menn eða að mönn-
um, og margir hlutir skemmdir eða brotnir. Jafnvel kemur
fyrir, að hlutir eru sóttir niður í vandlega læstar hirzlur.
Um þessi fyrirbæri er til sægur frásagna, frá mörgum
löndum, og sumar svo rækilega vottfestar, að erfitt er að
rengja sanngildi þeirra, enda sumar frá allra síðustu árum.
Hafa margir ágætir vísindamenn rannsakað þessi fyrirbæri
og halda enn þeim rannsóknum áfram. Hafa og um þau verið
ritaðar merkar bækur, og má meðal þeirra nefna rit eftir dr.
A. R. G. Owen í Cambridge: Can We Explain the Poltergeists?
Hér á landi hafa einnig gerzt fyrirbæri af þessu tagi. Er
þar skemmst að minnast fyrirbæranna að Saurum á Skaga,
sem frá var sagt í Morgni fyrir fáum árum. Af eldri frásögn-
um má einkum nefna undrin að Núpi í öxarfirði laust fyrir
miðja öldina, sem leið, og undrin að Hvammi í Þistilfirði árið
1913. Þykir rétt að segja hér nokkuð frá þeim atburðum.