Morgunn - 01.12.1969, Blaðsíða 20
102
MORGUNN
þar sem flutt var erindi um sambandið milli þessa heims og
annars, um framhaldslíf mannanna að jarðlífinu loknu og að
við hagstæð skilyrði væri mönnum unnt að taka á móti
fræðslu úr öðrum heimi gegnum miðil.
Þetta kvöld markaði timamót í lífi hans og eftir þennan
fund vaknaði hjá honum áhugi fyrir að kynna sér þessi mál.
1 fyrstu til þess að sanna, að unnt myndi vera að finna skil-
vitlegar skýringar á þessum fyrirbærum.
Hann komst í samband við traustan og trúverðugan miðil,
sem auk þess var miðill beinna radda, og eftir fyrsta fund-
inn var Mr. Findlay að visu ósannfærður, en mjög undrandi.
En áhugi hans var vakinn, og hann náði sambandi við
þennan ágæta miðil um að mega beita öllum hugsanlegum
varúðarráðstöfunum á fundum hans.
Eftir nokkurn tíma í slíku starfi, sannfærðist hann um að
miðlinum rnátti treysta og einnig fundargestum, og að eng-
in skynsamleg skýring væri fáanleg á þessum fyrirbærum
önnur en sú, að þau stöfuðu frá framliðnum mönnum.
Einnig sótti hann fundi hjá fjölda annarra miðla og fékk
svo mikinn áhuga á þessum málum, að hann tók að flytja
fyrirlestra um spíritismann víðs vegar í Bretlandi og gerðist
mjög afkastamikill rithöfundur um þessi málefni. Hafa bæk-
ur hans verið þýddar á mörg tungumál. Fyrstu bók hans
þýddi Einar H. Kvaran á íslenzku og nefndi hana í þýðing-
unni: Á landamærum annars heims.
Eftir að spíritisminn tók að ná útbreiðslu á seinni hluta
19. aldar, voru nokkrir frægir vísindamenn, sem hölluðust
að þeirri tilgátu að um fjarhrif (telepathy) gæti verið að
ræöa, m. a. hinn heimsþekkti brezki vísindamaður, Sir Oli-
ver Lodge.
En það, sem mælti á móti því var það, að rannsóknar-
mennimir komust brátt að raun um það, að í þeim skeyt-
um, sem tjáðu sig vera frá öðrum heimi, kom fram mikið af
vitneskju, sem miðlarnir gátu ekki fengið með eðlilegum
hæiti. Mjög oft hefur komið fyrir, að vitneskja hefur feng-