Morgunn - 01.12.1969, Blaðsíða 19
MORGUNN
101
urðu fyrsta vísindaleg athugun og heimskunn sönnun fyrir
opnu sambandi manna, sem enn lifðu hér í heimi og fram-
liðins manns, sem hélt áfram að lifa á næsta tilvistarstigi
allra manna.
Þannig gerðist það, að litla húsið í Hydeswille varð vagga
þeirrar miklu hreyfingar, sem síðar varð kunn og ástunduð
um allan hinn menntaða heim, og sem á alþjóðamáli hefur
hlotið nafnið spíritismi.
Atburðirnir í Hydeswille og framrás spiritismans ollu ald-
arhvörfum í trúarefnum. Dulræn fyrirbæri urðu viðurkennd
sem rannsóknarefni og miðlarnir og gáfur þeirra athugaðar
af heimsþekktum vísindamönnum, í stað þess, sem tíðkast í
vanþekkingarmyrkri miðaldanna, að brenna á báli alla dul-
ræna menn, sem til náðist. Vanþekkingin um þessi efni lét
undan síga, hleypidómarnir og djöflatrúin. Þegar viðhorfin
breyttust á þennan veg, uppgötvaðist það, að í jarðheimi
var uppi f jöldi manna, sem gæddir voru dulrænum hæfileik-
um. Svo reyndist t. d. um allar Fox-systurnar. Á 19. öldinni
kom fram fjöldi miðla, er hlaut athugun og þjálfun. Sumir
þeirra voru frábærir, þó að hér sé ekki tími til að nafn-
greina þá.
Sama máli gegnir um það, að hér gefst ekki tóm til að
telja upp nöfn þeirra heimskunnu vísindamanna, sem tóku
miðlana og hin dulrænu málefni til rannsóknar, komust að
jákvæðri niðurstöðu um það, að ótvírætt samband geti átt
sér stað milli jarðarbúa og framliðinna manna og lögðu emb-
ættisheiður sinn við þá játningu.
Þó get ég ekki látið hjá líða að minnast hér með fáeinum
orðum eins frægasta og atkvæðamesta visindamanns spírit-
ismans, sem uppi hefur verið, Mr. Arthur Findlay.
Hann var fæddur í Glasgow árið 1883, kominn af mikils-
háttar og efnuðum foreldrum, og hlaut í æsku ágæta mennt-
un. Fram eftir árum taldi hann sig vera með öllu trúlausan
og áleit, að ekkert gæti orðið vitað um það, sem talið var
Vera fyrir utan skynsvið venjulegra manna.
Um eða eftir 1920 varð honum eitt sinn reikað á samkomu