Morgunn - 01.12.1969, Blaðsíða 59
MORGUNN
139
verið upp í rúðugötin; ég var í frambaðstofunni og Jóhanna,
og hélt hún á barni á fyrsta ári; en þegar Ragnheiður hefur
þvegið gólfið, kom krakki inn í baðstofuna, sem hafði hönd
á treflinum, og var hann þá skorinn eða klipptur sundur í
þrjá jafnstóra parta og alveg þvert yfir. Jóhanna segir hann
hafi áreiðanlega verið heill, þegar hún hafi lagt hann fram
fyrir, en eftir það horfði ég oftast á Ragnheiði, enda hefur
þetta ekki verið nema svo sem 10 mínútur.
Ég mæltist til þess við Aðalstein, að hann skryppi eða
sendi að Dal, ef þeir bræður þar vildu koma að Hvammi.
Aðalsteinn var svo að búa sig af stað og kom inn í frambað-
stofu og settist þar á rúm Ragnheiðar til að hafa skóskipti.
Með honum kom inn Árni Benediktsson frá Hallgilsstöðum.
Árni settist á rúmgaflinn, en ég stóð upp við skattholið, sem
var rétt við rúmgaflinn; kastaði þá Árni húfu sinni ofan við
Aðalstein og hafði við orð um, að máske hefði það gaman
af að skera húfuna, eins og netið hans Hjartar; fórum við
svo að skrafa meðan Aðalsteinn hafði skóskiptin, og stóð
það á nokkrum mínútum; stóð svo Aðalsteinn á fætur og
gekk fram; ætlar þá Árni að taka húfuna, en finnur ekki.
Máske hefur Aðalsteinn tekið hana í misgripum, sagði ég.
Fór þá Árni á eftir Aðalsteini, en hann hafði sína húfu. Ég
var kyrr á sama stað, svo enginn gat komið að rúminu svo
að ég ekki sæi. Árni fór svo að leita aftur, en fann ekki húf-
una; fór hann svo húfulaus upp í efri bæinn að finna Arn-
grím, og kom svo aftur eftir litla stund; sat ég þá í húsinu
ásamt Jóhönnu og Ragnheiði. „Hafið þið fundið húfuna
mína?“ spurði Árni um leið og hann leit inn í húsið til okkar.
,,Nei“, sagði ég, „það hefur ekki verið leitað síðan“. „Má-
ske hún sé á sama stað“, segir Árni og grípur húfuna, er þá
lá ofan á rúminu, og var þá skorin sundur frá hnakka að
skyggni. Það, sem mig undrar mest, er, hvernig húfan hvarf
af rúminu, af því við Árni vorum þar báðir og urðum ekki
varir við að nokkur maður kæmi að rúminu nema Aðal-
steinn, sem engum dettur í hug að tortryggja.
Þennan sama dag, hvort það var fyrr en það, sem nú
4